Innlent

Káfaði á stúlku í Kringlunni

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Úr verslunarmiðstöðinni Kringlunni í Reykjavík.
Úr verslunarmiðstöðinni Kringlunni í Reykjavík. Vísir/Kringlan

Landsréttur staðfesti í gær fjögurra ára skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir El Mustapha Bkhibkhi, karlmanni á sextugsaldri, fyrir að áreita fjórtán ára stúlku kynferðislega í mars í fyrra.



Var El Mustapha ákærður fyrir brot gegn barnaverndarlögum en hann kom aftan að stúlkunni á öskudag í fyrra í rúllustiga í Kringlunni. Tók hann utan um hana, sagði henni að hann elskaði hana, kyssti hana, hélt um axlir hennar og snerti brjóst hennar utan klæða.



Bar maðurinn því við að í heimalandi hans þætti eðlilegt að faðma ókunnug börn og sýna þeim væntumþykju.



Var El Mustapha einnig gert að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×