Innlent

Framlenging rammasamnings í eitt ár er of stuttur tími að mati sérfræðilækna

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur
Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Fjölmennt var á fundi sérfræðilækna í kvöld þar sem hugmyndir heilbrigðisráðherra um að framlengja rammasamning þeirra og Sjúkratrygginga Íslands í eitt ár, var meðal annars til umræðu.

Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að samstaðan og einingin á fundinum hafi verið mikil og að hann muni vart eftir slíku síðan í verkfalli lækna árið 2015. Á fundinum í kvöld var samþykkt ályktun þar sem lýst var fullum stuðningi við forystu félagsins og samninganefnd í viðræðum við ríkið um samning milli aðila.



Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra lagði það til á fundi með sérfræðilæknum í gær að samningurinn yrði framlengdur um einn mánuð í senn í eitt ár til eins árs, á meðan annar samningur yrði undirbúinn framhaldið yrði skoðað, en samningur læknanna við Sjúkratryggingar rennur út eftir tæplega hundrað daga.



Í síðustu viku dæmdi héraðsdómur Reykjavíkur að ráðherra hafi verið óheimilt að synja læknum aðild að samningnum og um helgina tilkynnti ráðherra á dóminum yrði ekki áfrýjað. Dómurinn sem féll í síðustu viku náði til sjö sambærilegra mála en eftir sitja ellefu læknar sem sóttu um aðild að samningnum og fengu ekki. Enn á eftir að ræða við þá.



Þórarinn sagði að á fundinum hafi komið fram að læknum þætti mönnum hafi þótt árs framlenging heldur stuttur tími en að það verði frekar rætt á næsta fundi með heilbrigðisráðherra næstkomandi fimmtudag. 


Tengdar fréttir

Vill framlengja um eitt ár við sérfræðilækna

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill framlengja rammasamning við sérfræðilækna sem rennur út um áramótin um eitt ár. Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún vill nýta næsta ár til þess að búa til nýjan heilstæðan samning við sérfræðilækna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×