Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2018 14:40 Á síðustu 20 árum hafa 2.851 nýir örvandi vímuefnasjúkir karlmenn á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu Vogi. Af þeim voru 121 látnir í lok ársins 2017. getty Alls hafa 5.903 einstaklingar greinst með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm frá árinu 1990. Þar af eru 4.184 karlar eða rúmlega 70 prósent og 1.719 konur sem nemur rétt tæplega 30 prósentum. Úr þessum hópi hafa 373 látist fyrir 65 ára aldurinn, 289 karlar (77%) og 84 konur (23%). Þetta kemur fram í pistli sem Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi, birtir á síðu SÁÁ. Hann segir tímabært að gera þessum stærsta hópi áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem jafnframt er alvarlega veikastur, jafn hátt undir höfði og öðrum hópum sem fámennari eru. „Það er þó ekki gert og fjárframlög til meðferðar fyrir unga karla á aldrinum 18-39 ára, sem eru með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm, eru nú skorin niður,“ segir Þórarinn í pistli sínum. Læknirinn rekur þá að örvandi vímuefnasjúkdómurinn komi á eftir áfengissjúkdómi í algengi en sé mun alvarlegri. „Örvandi vímuefni valda mun oftar geðrofi en önnur vímuefni og valda einnig meiri geðhvörfum. Örvandi vímuefnaneysla í stórum skömmtum veldur meiri taugaskaða en önnur vímuefni, bæði varanlegum skaða og skaða sem tekur langan tíma að bæta. Þá fylgir örvandi vímuefnafíkn mikið af líkamlegum fylgikvillum vegna slysa og neyslu í æð (lifrarbólgur, HIV og aðrar sýkingar).“Þórarinn Tyrfingsson, segir þann hóp sem verst er settur mega sæta mismunun.Vandinn fer nú vaxandi, að sögn Þórarins, og er átakanlegastur meðal ungra karlmanna. „Á síðustu 20 árum hafa 2.851 nýir örvandi vímuefnasjúkir karlmenn á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu Vogi. Af þeim voru 121 látnir í lok ársins 2017. Árið 2017 voru karlar með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm 442 á aldrinum 18-39 ára á sjúkrahúsinu Vogi og 41% þeirra höfðu notað vímuefni í æð.“ Þórarinn bendir á að á síðustu tuttugu árum hafi 1.648 einstaklingar látist ótímabært, eða fyrir 65 ára aldur, þá af þeim sjúklingum sem hafa leita sér lækninga á Vogi: „1.220 þeirra sem dóu ótímabært voru karlar og flestir þeirra sem dóu mjög ungir voru örvandi vímuefnasjúklingar.“ Læknirinn segir ljóst að þessum sjúklingahóp hafi lengi verið mismunað og mál að því linni. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Faraldur: 27 ungir fíklar látist það sem af er 2018 Einn undir 40 ára aldrei deyr vegna fíknar sinnar á níu daga fresti. 13. september 2018 13:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Alls hafa 5.903 einstaklingar greinst með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm frá árinu 1990. Þar af eru 4.184 karlar eða rúmlega 70 prósent og 1.719 konur sem nemur rétt tæplega 30 prósentum. Úr þessum hópi hafa 373 látist fyrir 65 ára aldurinn, 289 karlar (77%) og 84 konur (23%). Þetta kemur fram í pistli sem Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi, birtir á síðu SÁÁ. Hann segir tímabært að gera þessum stærsta hópi áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem jafnframt er alvarlega veikastur, jafn hátt undir höfði og öðrum hópum sem fámennari eru. „Það er þó ekki gert og fjárframlög til meðferðar fyrir unga karla á aldrinum 18-39 ára, sem eru með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm, eru nú skorin niður,“ segir Þórarinn í pistli sínum. Læknirinn rekur þá að örvandi vímuefnasjúkdómurinn komi á eftir áfengissjúkdómi í algengi en sé mun alvarlegri. „Örvandi vímuefni valda mun oftar geðrofi en önnur vímuefni og valda einnig meiri geðhvörfum. Örvandi vímuefnaneysla í stórum skömmtum veldur meiri taugaskaða en önnur vímuefni, bæði varanlegum skaða og skaða sem tekur langan tíma að bæta. Þá fylgir örvandi vímuefnafíkn mikið af líkamlegum fylgikvillum vegna slysa og neyslu í æð (lifrarbólgur, HIV og aðrar sýkingar).“Þórarinn Tyrfingsson, segir þann hóp sem verst er settur mega sæta mismunun.Vandinn fer nú vaxandi, að sögn Þórarins, og er átakanlegastur meðal ungra karlmanna. „Á síðustu 20 árum hafa 2.851 nýir örvandi vímuefnasjúkir karlmenn á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu Vogi. Af þeim voru 121 látnir í lok ársins 2017. Árið 2017 voru karlar með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm 442 á aldrinum 18-39 ára á sjúkrahúsinu Vogi og 41% þeirra höfðu notað vímuefni í æð.“ Þórarinn bendir á að á síðustu tuttugu árum hafi 1.648 einstaklingar látist ótímabært, eða fyrir 65 ára aldur, þá af þeim sjúklingum sem hafa leita sér lækninga á Vogi: „1.220 þeirra sem dóu ótímabært voru karlar og flestir þeirra sem dóu mjög ungir voru örvandi vímuefnasjúklingar.“ Læknirinn segir ljóst að þessum sjúklingahóp hafi lengi verið mismunað og mál að því linni.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Faraldur: 27 ungir fíklar látist það sem af er 2018 Einn undir 40 ára aldrei deyr vegna fíknar sinnar á níu daga fresti. 13. september 2018 13:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Faraldur: 27 ungir fíklar látist það sem af er 2018 Einn undir 40 ára aldrei deyr vegna fíknar sinnar á níu daga fresti. 13. september 2018 13:00