Innlent

Nauðgunardómur mildaður vegna tafa

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Landsréttur.
Landsréttur. Vísir/Vilhelm
Landsréttur hefur mildað dóm yfir Kristóferi John Unnsteinssyni sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku eftir starfsmannagleði árið 2015. Dómurinn var styttur um hálft ár vegna þess hversu langur tími leið frá brotinu fram að útgáfu ákæru.

Brotið var framið eftir árshátíð vinnustaðs þeirra í janúar 2015. Í dómi Héraðsdóms sem kveðinn var upp á síðasta ári segir að þrátt fyrir að framburður þeirrabeggja fyrir dómi hafi þótt stöðugur hafi þótt sannað að Kristófer hafi nauðgað stúlkunni þar sem hún hafi haft samband við fjóra einstaklinga stuttu eftir að brotið átti sér stað og greint þeim frá nauðguninni.

Þá báru tveir einstaklingar vitni um það að stúlkan hafi gefið Kristóferi til kynna að hún væri mótfallin því að hafa samfarir við hann. Þá sögðu læknir og hjúkrunarfræðingur á neyðarmóttökunni að þegar stúlkan hafi leitað þangað hafi hún margsagt að hún hafi sagt Kristóferi að hún væri mótfallin samförum við hann.

Undir þetta tók Landsréttur og staðfesti dóm héraðsdóms en þar sem mikil og óútskýrð töf varð á útgáfu ákæru í málinu, alls 22 mánuðir, þótti rétt að stytta dóminn um fjóra mánuði eða í tvö og hálft ár.

Dóm Landsréttar má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×