Innlent

Hvassviðri á föstudaginn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Búast má við hvassviðri í höfuðborginni.
Búast má við hvassviðri í höfuðborginni. Fréttablaðið/Eyþór
Útlit er fyrir ágætisveður í dag og á morgun, að því er veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands sagði í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi.

„Það er útlit fyrir að það verði róleg vestanátt, frekar hægur vindur. Þrír til átta metrar á sekúndu og lítilsháttar skúrir eða slydduél en léttskýjað á Suðaustur- og Austurlandi.

Afar lítilli úrkomu er spáð á höfuðborgarsvæðinu. Segir veðurfræðingur að spáin geri ráð fyrir örfáum dropum.

Á föstudaginn er hins vegar spáð hvassviðri og rigningu víða. „Þá fyrst dregur til einhverra tíðinda.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×