Innlent

Ætla að búa sem lengst í foreldrahúsum

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Hvergi á Norðurlöndum er leiguverð eins hátt og í Reykjavík og hvergi búa fleiri ungmenni um þrítugt enn í foreldrahúsum. Háskólanemar segja leigumarkaðinn ekki raunverulegan valkost og ætla að búa hjá foreldrum eins lengi og það býðst.

Í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs er máluð upp nokkuð dökk mynd af leigumarkaðnum í Reykjavík. Tveggja herbergja íbúð miðsvæðis kostar að meðaltali 190 þúsund krónur á mánuði. Leiguverðið er hvergi hærra á Norðurlöndunum. Þetta er talið meðal skýringa á því að hvergi á Norðurlöndum búa hlutfallslega fleiri á aldrinum 25 til 34 ára enn í foreldrahúsum.

Fréttastofa ræddi í dag við ungmenni á háskólatorgi en þau segja valið helst standa á milli þess að búa í foreldrahúsum og safna eða að fara út á leigumarkað þar sem illmögulegt er að leggja fyrir. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×