Fleiri fréttir

Rík ástæða til að búa sig undir nýja persónuverndarlöggjöf

Smærri fyrirtæki þurfa að bretta upp ermar og búa sig undir breytta tíma í persónuvernd. Ný persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi í vor mun hafa gríðarlega mikil áhrif á alla sem vinna persónuupplýsingar. Forstjóri Persónuverndar segir að margir sýsli með slíkar upplýsingar án þess að átta sig á því.

Fíkniefnin í stórum skákmunum

Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum.

Rekinn eftir áreitni og ráðinn hjá öðru félagi

Fyrrverandi handboltakona sem var áreitt kynferðislega af þjálfara sínum er óánægð með framgöngu HSÍ í málinu. Þjálfarinn var rekinn eftir að upp komst um brot gegn annarri konu en var síðar ráðinn hjá öðru liði.

Tókust á um skipun dómara

Helga Vala Helgadóttir og Sigríður Á. Andersen tókust á um skipun dómara við héraðsdóm á dögunum og voru ósammála um fordæmisgildi Hæstaréttar varðandi Landsdómsmálið. Þær voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2.

Vetrarfærð í kortunum

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er í gildi frá klukkan sex í dag og allan morgundaginn. Búast má við að færð á heiðum spillist.

Erninum sleppt sem fyrst

Þetta gengur ljómandi vel. Hann er farinn að éta meira og þar af leiðandi fitna, segir Jón Gíslason, dýrahirðir í Húsdýragarðinum, um haförninn sem er í endurhæfingu í garðinum.

Titlarnir teknir af lögmönnum

Lögmenn eru ekki lengur titlaðir sem héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn í nýjum lögum um lögmenn, sem tóku gildi samhliða stofnun nýs millidómstigs, Landsréttar, þrátt fyrir að þeir hafi málflutningsréttindi þess efnis. Titlarnir hrl. og hdl. hafa þannig verið felldir úr gildi.

Leigubílstjórar hvergi bangnir

Þetta leggst misvel í menn enda menn mismunandi en heildin hræðist þetta ekki, segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, um nætur­akstur Strætó bs.

Ætlar að stefna ríkinu vegna Geirfinnsmáls

Erla Bolladóttir undirbýr hópfjármögnun vegna málshöfðunar gegn ríkinu. Hún vill að niðurstaða endurupptökunefndar verði ógilt. Breskur ljósmyndari gefur andvirði nokkurra ljósmynda á sýningu um málið til söfnunar Erlu.

Opnun ungbarnadeilda í öllum hverfum lausn á vanda foreldra

Starfshópur á vegum borgarinnar skilar tillögum um nýjar ungbarnadeildir á næstu vikum. Formaður skóla- og frístundaráðs telur þær lykilatriði í lausn á vanda foreldra með ung börn sem stafar af manneklu á leikskólum.

Fimmtíu ný störf á Eyrarbakka

Óskar Örn Vilbergsson og Þór Reynir Jóhannsson hafa kynnt fyrir bæjarráði Sveitarfélagsins Árborgar hugmyndir sínar um byggingu steinullarverksmiðju á landi vestan við Eyrarbakka.

Fimm reknir frá KR

Fimm menn hafa verið látnir fara frá KR undanfarin ár vegna ósæmilegrar framkomu. Alvarlegustu dæmin sem íþróttakonur nefna um kynferðislegt ofbeldi eru mál sem eiga heima hjá lögreglu, segir formaður FH.

Óttast spjöll og kærðu leyfi fyrir línulögn

Hraunavinir, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og eigendur Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi vegna lagningar Lyklafellslínu. Fjögur sveitarfélög gefið Landsneti grænt ljós og stefnt að útboði.

Boða aðgerðir vegna áreitni og ofbeldis í íþróttum

Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem mun vinna aðgerðaráætlun vegna kynferðislegrar áreitni og brota innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri íþróttafélaga segir nauðsynlegt að viðbrögð félaga við þessum málum séu samræmd.

Sjá næstu 50 fréttir