Innlent

Fimmtíu ný störf á Eyrarbakka

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Eyrarbakki.
Eyrarbakki. visir/RJ

Óskar Örn Vilbergsson og Þór Reynir Jóhannsson hafa kynnt fyrir bæjarráði Sveitarfélagsins Árborgar hugmyndir sínar um byggingu steinullarverksmiðju á landi vestan við Eyrarbakka. „Það eru allar kjöraðstæður á Eyrarbakka undir svona starfsemi, svarti sandurinn úti um allt, sem er uppistaðan í verksmiðju sem þessari, og svo er stutt í höfnina í Þorlákshöfn vegna útflutnings til Evrópu og Kanada,“ segir Óskar Örn sem býr á Eyrarbakka. Hann segir að ef allt gangi eftir verði byrjað á verksmiðjunni í haust og hún gæti orðið tilbúin í framleiðslu tveimur árum síðar.

„Við erum að sjá fyrir okkur að fimmtíu ný störf yrðu til á Eyrarbakka með verksmiðjunni sem yrði mikil vítamínsprauta fyrir þetta litla þorp,“ bætir Óskar Örn við. Bæjarráð Árborgar tók hugmyndinni vel.

„Okkur líst mjög vel á þessa framkvæmd og fögnum því að fá ný atvinnutækifæri í sveitarfélagið. Þetta verður líka umhverfisvæn verksmiðja sem okkur líst vel á, auk þess sem mörg tæknistörf verða í verksmiðjunni,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.