Innlent

Lögregla önnum kafin vegna ölvunar farþega í Leifsstöð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það er vissara að ganga hægt um gleðinnar dyr þegar flogið er erlendis.
Það er vissara að ganga hægt um gleðinnar dyr þegar flogið er erlendis. Vísir/Eyþór

Talsverðar annir voru hjá lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni vegna ölvunar farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Þurfti lögregla meðal annars að ferja farþega sem millilenti hér á landi í hjólastól um fugstöðina þar sem honum var meinað að halda ferð sinni áfram en stóð ekki í fæturna sökum ölvunar.

Vegna slæmrar hegðunar mannsins varð að handtaka hann og færa á lögreglustöð. Er þetta í annað skiptið á fáeinum dögum sem þessi sami maður kemur við sögu lögreglu í flugstöðinni af sömu ástæðum.

Annar farþegi á leið til Póllands komst ekki lengra en í brottfararsal þar sem hann sofnaði á bekk við útgönguhlið.

Þá gekk erlend kona á einstefnuhlið í töskusal og datt. Þrennt var handtekið í flugstöðinni sem ýmist missti af flugi eða var vísað frá sökum ölvunar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.