Innlent

Tækjabúnaður Hellisheiðarvirkjunar virðist hafa sloppið við skemmdir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eins og sjá má urðu nokkrar skemmdir á þaki stöðvarhússins.
Eins og sjá má urðu nokkrar skemmdir á þaki stöðvarhússins. Vísir/Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins.

Orkuvinnsla í Hellisheiðarvirkjun er að komast í eðlilegt horf og viðgerðir á stöðvarhúsinu eru hafnar eftir eldsvoða í gær. Útlit er fyrir að tækjabúnaður hafi sloppið við skemmdir.

Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og slökkviliðsins í Árnessýslu var kallað út í hádeginu í gær eftir að kviknaði í loftræstikerfi stöðvarhússins.

Í tilkynningu frá Orku náttúrunnar segir að viðgerðir á húsinu hafi verið undirbúnar í gærkvöldi og hafist í morgun.

„Tækjabúnaður virðist hafa sloppið við skemmdir og virðast þær bundnar við þak og rýmið undir því þar sem eldurinn kom upp,“ að þvíer segir í tilkynningunni.

Jarðhitasýningin sem staðsett er í húsinu verður þó lokuð fram á næstu viku en tveir ferðamenn voru á sýningunni í húsinu þegar eldurinn kviknaði.

Háþrýstivél sem sló út í eldsvoðanum var gangsett aftur í gærkvöldi. Þá er útlit fyrir að lágþrýstivél og varmastöð, sem slökkt var á í öryggisskyni meðan á slökkvistarfi stóð, verði gangsettar í dag.

„Atburðurinn hefur því ekki áhrif á orkuafhendingu til almennings, hvorki á rafmagni né heitu vatni,“ segir í tilkynningunni.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar upptök eldsins. Brunavarnir Árnessýslu stóðu vakt í nótt án þess að til tíðinda drægi.


Tengdar fréttir

Slökkvistarfi lokið á Hellisheiði

Slökkvistarfi er nú lokið á Hellisheiði en eldur kom upp í loftræstibúnaði Hellisheiðarvirkjunar laust fyrir hádegi í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.