Innlent

Erninum sleppt sem fyrst

Baldur Guðmundsson skrifar
Haförnin lætur fara vel um sig í Húsdýragarðinum.
Haförnin lætur fara vel um sig í Húsdýragarðinum. vísir/stefán

„Þetta gengur ljómandi vel. Hann er farinn að éta meira og þar af leiðandi fitna,“ segir Jón Gíslason, dýrahirðir í Húsdýragarðinum, um haförninn sem er í endurhæfingu í garðinum. Það var Vargurinn, Snorri Rafnsson, sem fangaði örninn á Snæfellsnesi á síðasta degi nóvembermánaðar.

Snorri hýsti örninn, sem var máttfarinn, og gaf honum að éta fyrstu dagana en fuglinn hefur nú verið í Húsdýragarðinum í mánuð. Jón segir að örninn sé farinn að fljúga enda á milli í búrinu, sem lofi góðu.

„Maður hefur áhyggjur af því hversu spakur hann er og undarlegur í háttum,“ segir Jón. Markmiðið sé að sleppa honum á heimastöðvarnar sem fyrst. Það geti orðið eftir nokkra daga eða fáeinar vikur en ráðist meðal annars af veðri.

„Hann étur mjög vel en það er spurning hvort hann er orðinn nógu öflugur,“ segir Jón. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.