Innlent

Ferðalangar hugi vel að veðri áður en lagt er af stað

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vindaspá veðurstofunnar klukkan 08.00
Vindaspá veðurstofunnar klukkan 08.00 Mynd/Veðurstofa Íslands.

Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s.

Líklegt er að stormurinn nái einnig í Skagafirði á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks og er ferðalöngum er bent á að leggja ekki í hann nema að vel athuguðu máli að því er segir á vef Vegagerðarinnar.

Gul viðvörun er í gildi í dag fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Suðurland, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir og Norðurland vestra og er gert ráð fyrir á að helstu vegum geti skyggni orðið mjög lítið og færð spillst, svo sem á Holtavörðuheiði og Öxnadal

Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 15-25 með éljagangi um landið S- og V-vert. Heldur hægari og léttir til NA-lands síðdegis. Kólnar, vægt frost víðast hvar síðdegis.

Snýst í norðvestan hvassviðri seint í nótt, fyrst V-ast, en mun hægari SV-læg átt austantil fram eftir degi. Hægari um kvöldið. Éljagangur nyrðra, en léttir víða til fyrir sunnan. Frost 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðan- og norðvestan 10-18 m/s. Éljagangur, en léttir til á S-verðu landinu. Frost 1 til 12 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag:
Allhvöss eða hvöss norðvestanátt með ofankomu fyrir norðan, en lengst af þurrt syðra. Kalt í veðri.

Á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag:
Norðlægar áttir og snjókoma eða él á norðanverðu landinu, en úrkomulítið syðra. Áfram kalt í veðri, en minnkandi frost undir helgi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.