Innlent

Klæddi sig í átta buxur og tíu boli til að komast undan töskugjaldi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Innritunarsalur flugstöðvarinnar verður stækkaður og vegabréfaeftirlitið einnig.
Innritunarsalur flugstöðvarinnar verður stækkaður og vegabréfaeftirlitið einnig. Vísir/Vilhelm

Ferðamaður sem vildi ekki greiða gjald til þess að innrita tösku sína í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni greip til þess ráðs að klæða sig í átta buxur og tíu boli eða peysur úr töskunni til að sleppa við gjaldið.

Var honum vísað frá flugi og gerð grein fyrir því að hann gæti skapað hættu fyrir aðra farþega þar sem hann gæti tæpast hreyft sig þar sem hann væru svo dúðaður í fatnað, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þessu snöggreiddist maðurinn, sló í borð og lét öllum illum látum svo lögreglan var kvödd á staðinn. Var maðurinn handtekinn og færður á lögreglustöð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.