Innlent

Tekin með MDMA og kókaín í endaþarmi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Maðurinn er grunaður um að hafa rofið skilorð með háttsemi sinni gagnvart eiginkonu sinni.
Maðurinn er grunaður um að hafa rofið skilorð með háttsemi sinni gagnvart eiginkonu sinni. Vísir/Eyþór
Maður og kona á þrítugsaldri sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna tilraunar til að smygla fíkniefnum til landsins.

Parið, sem er erlent, var að koma frá Barcelona þann 7. janúar síðastliðinnn. Lögreglan á fór um borð í flugvél þá sem þau komu með og færði fólkið í varðstofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Þar framvísaði maðurinn kókaíni auk þess sem að hjúin viðurkenndu að vera jafnframt með fíkniefni sem þau höfðu komið fyrir innvortis.

Konan reyndist hafa komið um 200 grömmum af efninu MDMD fyrir í leggöngum sínum og endaþarmi. Karlmaðurinn var með 50 grömm af kókaíni í endaþarminum.

Parið var úrskurðað í gæsluvarðhald en Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins sem er á lokastigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×