Innlent

Ósáttur við partýhávaða og greip til eigin ráða

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla er sögð hafa skellt bílhurð á fætur manns.
Lögregla er sögð hafa skellt bílhurð á fætur manns. vísir/eyþór

Karlmaður var handtekinn í Grafarvogi í nótt grunaður um líkamsárás og eignaspjöll.
Mun hann hafa verið ósáttur með mikinn samkvæmishávaða í íbúð auk láta sem eiga að hafa fylgt samkvæminu. Veittist hann að gestum og skemmdi bifreið.
Var maðurinn handtekinn um eittleytið í nótt að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Nóttin virðist að öðru leyti hafa verið róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var einn karlmaður handtekinn grunaður um þjófnað auk þess sem að nokkrir ökumenn voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.