Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og undrast fyrrverandi borgarfulltrúar framkoma núverandi borgarfulltrúa. Rætt verður við þrjá fyrrverandi borgarfulltrúa um móralinn í borgarstjórn í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Einnig verður rætt við sálfræðing sem hvetur borgarfulltrúa til að vera góðar fyrirmyndir.

Sérstakar strætóskutlur starfræktar

Strætó er ókeypis frá 07:00-01:00 á morgun vegna Menningarnætur. Sérstakar strætóskutlur verða starfræktar sem munu aka án sérstakrar tímatöflu.

Hætta við 200 milljón dala fjárveitingu til Sýrlands

Talskona Utanríkisráðuneytisins, Heather Nauert, sagði AP að þessi ákvörðun hefði verið tekin í ljósi þess að aðrar þjóðir sem eru í bandalagi Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu hefðu veitt töluverðum fjármunum til uppbyggingarinnar í Sýrlandi.

Pakistanar óttast upprisu ISIS

Yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar segir ISIS-liða vera einhverja stærstu ógn sem steðji að Pakistan um þessar mundir.

Jón Pétur aðstoðar Lilju

Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.

Umfangsmikil kannabisræktun stöðvuð á Suðurnesjum

Karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa staðið að ræktuninni. Hann hafði tekið á leigu kjallara þar sem hann ræktaði á fjórða hundrað kannabisplöntur, sem lögreglan segir að hafi verið á ýmsum vaxtarstigum.

Landið á milli tveggja lægða

Ein hægfara lægð er á leiðinni norðaustur af Langanesi en hin er suðvestur í hafi á fleygiferð til austurs.

Minnst 164 látnir vegna flóða í Indlandi

Flóðin má rekja til gífurlegrar rigningar en ástandið hefur ekki verið svo slæmt í Kerala í áratugi og enn er frekari rigningu spáð á næstu dögum.

Raforka í brennidepli fyrir kosningar

Sá möguleiki er fyrir hendi að Svíar muni þurfa að flytja inn raforku yfir vetrarmánuðina til að anna eftirspurn. Staða uppistöðulóna er víða léleg vegna skorts á regni í sumar. Framtíð orkusamkomulags frá 2016 er óviss.

Hersýningu Trump frestað til næsta árs

Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna birtu í gær yfirlit yfir hersýninguna þar sem í ljós kom að hún verður rúmlega þrefalt dýrari en hún átti upprunalega að kosta.

Mánaðarlaunin tvær milljónir

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, hefur skrifað undir nýjan ráðningarsamning. Mánaðarlaun hans verða tæpar tvær milljónir króna.

Björguðu andarnefju úr Engey

Björgunarfólki tókst í gærkvöld að koma á flot annarri af tveimur andarnefjum sem strönduðu í fjörunni í Engey í gær. Talið var að hún myndi spjara sig. Hin andarnefjan drapst skömmu áður en flæddi að henni.

Fimmtán sem biðu eftir plássi á Vogi dóu í fyrra

Fimmtán þeirra einstaklinga sem biðu eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu af biðlistanum létust árið 2016. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld.

Ásakanir ganga á víxl í ráðhúsi

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, birti í gærkvöld tölvuskeyti sem vísað var til í bókun sem hún, ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins, lagði fram á fundi borgarráðs í gær.

Mæla ekki með friðlýsingu sundhallar

Minjastofnun telur sér ekki fært að eiga frumkvæði að því að leggja til friðlýsingu Sundhallar Keflavíkur. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar fundar húsafriðunarnefndar síðastliðinn mánudag.

10 milljóna króna úttekt gerð á Árborg

Meirihluti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt að ganga til samninga við Harald L. Haraldsson hagfræðing um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

Færri fá barnabætur en áður

Formenn VR og Eflingar segja að láglaunafólk eigi ekki að bera þá þungu skattbyrði sem sett hefur verið á þau síðustu ár.

Sjá næstu 50 fréttir