Tyrkir hóta viðbrögðum verði þeir beittir frekari þvingunum Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2018 10:26 Ruhsar Pekcan, viðskiptaráðherra Tyrklands, segir að Tyrkir muni bregðast við innan reglna Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Vísir/AP Yfirvöld Tyrklands segja að þeir muni bregðast við frekari viðskiptaþvingunum frá Bandaríkjunum vegna bandarísks prests sem er í haldi Tyrkja. Bandaríkin vöruðu í gær við frekari þvingunum. Í tísti sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að presturinn, sem heitir Andrew Brunson, væri gísl ríkisstjórnar Tyrklands og að Bandaríkin myndu ekki greiða fyrir lausn hans. Í kjölfarið var gefið út að frekari þvingunum yrði beitt gegn Tyrklandi ef Brunson yrði ekki leystur úr haldi. Andrew Brunson er sakaður um að hafa starfað fyrir Verkamannaflokk Kúrda (PKK) og hreyfingu klerksins Fethulla Ghulen en báðar hreyfingarnar eru bannaðar í Tyrklandi og skilgreindar sem hryðjuverkasamtök. Hann er einnig sakaður um njósnir. Hann var handtekinn í október 2016 og var hann upprunalega sakaður um að vera meðlimur í bæði PKK og hreyfingu Ghulen. Ríkisstjórn Erdogan hefur ítrekað sakað Ghulen um að hafa skipulagt valdaránstilraun sem misheppnaðist um sumarið 2016. Ghulen er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum og hafa Tyrkir, án árangurs, reynt að fá hann framseldan til Tyrklands. Tugum þúsunda dómara, kennara, embættismanna hefur verið vikið úr starfi í Tyrklandi vegna ásakana um tengsli við Ghulen á undanförnum árum og hafa þúsundir verið fangelsaðir. Ghulan neitar staðfastlega að hafa komið að valdaráninu. Því hefur lengi verið haldið fram að Tyrkir hafi handtekin Brunson með því markmiði að skipta á honum og Ghulen. Erdogan stakk meðal annars upp á því í september í fyrra að hann væri tilbúinn til þess. Meðal þess sem Bandaríkin hafa gert til að reyna að fá Brunson úr haldi er að fella niður ákærur gegn ellefu lífvörðum Erdogan sem sakaðir eru um að hafa gengið í skrokk á friðsömum mótmælendum í Washington DC þar sem Erdogan var á fundi með Trump. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að von væri á nýjum þvingunum gegn Tyrklandi. Áður en hann tilkynnti það á fundi í Washington í gær sagði Trump að Tyrkir hefðu ekki reynst Bandaríkjunum góður vinir. Ruhsar Pekcan, viðskiptaráðherra Tyrklands, segir að Tyrkir muni bregðast við innan reglna Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Tengdar fréttir Þvinganir gegn Tyrkjum þar til bandarískum presti verður sleppt Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla að beita umfangsmiklum viðskiptaþvingunum gegn Tyrklandi. 26. júlí 2018 16:02 Segir Bandaríkin stinga Tyrki í bakið Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður í garð Bandaríkjanna á blaðamannafundi í dag þar sem hann sakaði ríkisstjórn Donald Trump um tvískinnung. 13. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Yfirvöld Tyrklands segja að þeir muni bregðast við frekari viðskiptaþvingunum frá Bandaríkjunum vegna bandarísks prests sem er í haldi Tyrkja. Bandaríkin vöruðu í gær við frekari þvingunum. Í tísti sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að presturinn, sem heitir Andrew Brunson, væri gísl ríkisstjórnar Tyrklands og að Bandaríkin myndu ekki greiða fyrir lausn hans. Í kjölfarið var gefið út að frekari þvingunum yrði beitt gegn Tyrklandi ef Brunson yrði ekki leystur úr haldi. Andrew Brunson er sakaður um að hafa starfað fyrir Verkamannaflokk Kúrda (PKK) og hreyfingu klerksins Fethulla Ghulen en báðar hreyfingarnar eru bannaðar í Tyrklandi og skilgreindar sem hryðjuverkasamtök. Hann er einnig sakaður um njósnir. Hann var handtekinn í október 2016 og var hann upprunalega sakaður um að vera meðlimur í bæði PKK og hreyfingu Ghulen. Ríkisstjórn Erdogan hefur ítrekað sakað Ghulen um að hafa skipulagt valdaránstilraun sem misheppnaðist um sumarið 2016. Ghulen er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum og hafa Tyrkir, án árangurs, reynt að fá hann framseldan til Tyrklands. Tugum þúsunda dómara, kennara, embættismanna hefur verið vikið úr starfi í Tyrklandi vegna ásakana um tengsli við Ghulen á undanförnum árum og hafa þúsundir verið fangelsaðir. Ghulan neitar staðfastlega að hafa komið að valdaráninu. Því hefur lengi verið haldið fram að Tyrkir hafi handtekin Brunson með því markmiði að skipta á honum og Ghulen. Erdogan stakk meðal annars upp á því í september í fyrra að hann væri tilbúinn til þess. Meðal þess sem Bandaríkin hafa gert til að reyna að fá Brunson úr haldi er að fella niður ákærur gegn ellefu lífvörðum Erdogan sem sakaðir eru um að hafa gengið í skrokk á friðsömum mótmælendum í Washington DC þar sem Erdogan var á fundi með Trump. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að von væri á nýjum þvingunum gegn Tyrklandi. Áður en hann tilkynnti það á fundi í Washington í gær sagði Trump að Tyrkir hefðu ekki reynst Bandaríkjunum góður vinir. Ruhsar Pekcan, viðskiptaráðherra Tyrklands, segir að Tyrkir muni bregðast við innan reglna Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
Tengdar fréttir Þvinganir gegn Tyrkjum þar til bandarískum presti verður sleppt Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla að beita umfangsmiklum viðskiptaþvingunum gegn Tyrklandi. 26. júlí 2018 16:02 Segir Bandaríkin stinga Tyrki í bakið Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður í garð Bandaríkjanna á blaðamannafundi í dag þar sem hann sakaði ríkisstjórn Donald Trump um tvískinnung. 13. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Þvinganir gegn Tyrkjum þar til bandarískum presti verður sleppt Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla að beita umfangsmiklum viðskiptaþvingunum gegn Tyrklandi. 26. júlí 2018 16:02
Segir Bandaríkin stinga Tyrki í bakið Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður í garð Bandaríkjanna á blaðamannafundi í dag þar sem hann sakaði ríkisstjórn Donald Trump um tvískinnung. 13. ágúst 2018 14:20