Innlent

Björgunarsveitir aðstoða mann í Hvalfirði

Bergþór Másson skrifar
Björgunarsveitir hafa farið í þrjú útköll í dag.
Björgunarsveitir hafa farið í þrjú útköll í dag. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í kvöld vegna ungs karlmanns sem hafði hrasað og dottið illa á gönguleiðinni að fossinum Glym í botni Hvalfjarðar.

Björgunarsveitafólk ásamt sjúkrafluttningamönnum og lækni eru komin á vettvang sem er í brattlendi og eru að hlúa að manninum.

Verið er að skipuleggja flutninga á honum af vettvangi.

Uppfært 21:09: Maðurinn var borinn upp í sjúkraþyrlu og kemst í læknishendur innan skamms.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×