Innlent

10 milljóna króna úttekt gerð á Árborg

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar fylgdi tillögunni úr hlaða á fundi bæjarstjórar í gær um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.
Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar fylgdi tillögunni úr hlaða á fundi bæjarstjórar í gær um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Meirihluti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt að ganga til samninga við Harald L. Haraldsson hagfræðing um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

Haraldur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og mun skila verkefninu af sér fyrir áramót. Úttektin kostar 10 milljónir króna.

Nýjum bæjarstjóra í Árborg, Gísla Halldóri Halldórssyni, hefur verið falið að ganga frá samningi við Harald sem verður lagður fyrir bæjarráð til samþykktar.

Tillagan um úttektina og ráðningu Haralds til verksins var samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans, fjórir fulltrúar D-listans greiddu atkvæði á móti.

Haraldur L. Haraldsson, fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar.vísir/pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×