Innlent

Eftirgrennslan lögreglu á Spáni engan árangur borið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jóhann sást síðast á leið niður á strönd á Alicante að kvöldi til í júlí síðastliðnum.
Jóhann sást síðast á leið niður á strönd á Alicante að kvöldi til í júlí síðastliðnum. Vísir
Lögreglan á Vesturlandi hefur ekki fengið neinar nýjar upplýsingar vegna hvarfs Jóhanns Gíslasonar sem nú hefur verið saknað í tæpar fimm vikur á Spáni.

Þá hefur eftirgrennslan lögreglu þar í landi engan árangur borið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi.

Sjá einnig: „Fólk má láta sig hverfa“

Síðast sást til Jóhanns á leið niður á strönd á Alicante að kvöldi 12. júlí síðastliðins. Jóhann er frá Akranesi og heyrir mál hans því undir lögreglu á Vesturlandi, sem í byrjun ágúst fékk aðgang að síma- og bankagögnum Jóhanns.

Þá aðstoðaði borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fjölskyldu Jóhanns og lögregluyfirvöld hér á landi og á Spáni vegna málsins.


Tengdar fréttir

„Fólk má láta sig hverfa“

Lögreglan á Vesturlandi aflar gagna um ferðir Jóhanns sem hefur verið saknað í nítján daga á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×