Innlent

Umfangsmikil kannabisræktun stöðvuð á Suðurnesjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrjú fíkniefnamál til viðbótar komu einnig nýverið til kasta lögreglunnar þar sem um var að ræða vörslur miklu magni af kannabisefnum, svo og vörslur á amfetamíni, e – töflum og fleiri efnum.
Þrjú fíkniefnamál til viðbótar komu einnig nýverið til kasta lögreglunnar þar sem um var að ræða vörslur miklu magni af kannabisefnum, svo og vörslur á amfetamíni, e – töflum og fleiri efnum. Vísir/GVA
Lögreglan á Suðurnesjum hefur stöðvað umfangsmikla kannabisræktun sem fannst við húsleit í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa staðið að ræktuninni. Hann hafði tekið á leigu kjallara þar sem hann ræktaði á fjórða hundrað kannabisplöntur, sem lögreglan segir að hafi verið á ýmsum vaxtarstigum.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að maðurinn hafi afsalað sér plöntunum og öllum búnaði sem lögregla hafði haldlagt. Því var öllu eytt.

Í öðru óskyldu máli hafði lögregla fundið aðra kannabisræktun við húsleit. Þar var um að ræða samtals níu plöntur og græðlinga.

Þrjú fíkniefnamál til viðbótar komu einnig nýverið til kasta lögreglunnar þar sem um var að ræða vörslur miklu magni af kannabisefnum, svo og vörslur á amfetamíni, e – töflum og fleiri efnum. Þau mál eru einnig ótengd.

Í áðurnefndri tilkynningu segir eining frá því að þrjú vinnuslys hafi orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni. Einn maður féll af vinnupalli og lenti illa á hægri öxl. Þá féll starfsmaður um rekkverk á skipi í Njarðvíkurhöfn og var hann talinn hafa fótbrotnað. Að lokum slasaðist flugvirki sem var að vinna við hurð aftast í flugvél. Hurðin var opnuð skyndilega og skellt framan í flugvirkjann sem hlaut áverka og vankaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×