Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og undrast fyrrverandi borgarfulltrúar framkoma núverandi borgarfulltrúa. Rætt verður við þrjá fyrrverandi borgarfulltrúa um móralinn í borgarstjórn í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Einnig verður rætt við sálfræðing sem hvetur borgarfulltrúa til að vera góðar fyrirmyndir.

Í fréttatímanum ræðum við einnig við móður tveggja ára tvíbura sem hefur greitt um hálfa milljón í kostnað dagforeldris vegna mannekluvanda borgarinnar í leikskólum. Við fjöllum áfram um lágmarksmönnun hjá lögreglunni og hvaða áhrif hún hefur á störf hennar, en aðeins fimmtán lögreglumenn eru á næturvöktum á virkum dögum á öllu höfuðborgarsvæðinu.

Við hittum einnig hinn kanadíska Christofer Koch. Hann er fatlaður ævintýramaður sem fæddist handa- og fótalaus og getur ekki notast við gerviútlimi. Hann tók þátt í sínu fyrsta maraþoni árið 2016 og er núna komin til Íslands til að taka þátt í því sjötta.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttatímanum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á Vísi, klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×