Fleiri fréttir

Ráðherrar ósammála um sjálfbærni hvalveiða

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Barði mann til dauða sem áreitti dóttur hans

Melvin Harris hefur verið ákærður af saksóknurum í Phoenix í Bandaríkjunum fyrir að berja mann til bana. Maðurinn, sem hét Leon Armstrong, hafði reynt að brjóta sér leið inn á klósett í verslun þar sem 16 ára dóttir Harris var.

Mitsubishi á fleygiferð

Mitsubishi er það bílavörumerki á Íslandi sem vaxið hefur hraðast fyrstu sex mánuði ársins 2018.

Ætla að berjast gegn viðtali við Mueller

Lögmannateymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að berjast af öllum krafti gegn því að Trump verði þvingaður til að ræða við rannsakendur Robert Mueller. Jafnvel þó málið þurfi að fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna.

Una veiðiþjófadómi en boða hörku framvegis

Dómi um að veiðiþjófar í Kjarrá þurfi ekki að greiða veiðileyfasala bætur verður ekki áfrýjað. Lögmaður boðar hins vegar hörku ef fleiri slík mál kom upp. Leigutakinn segir veiðiþjófum fjölga og að herða þurfi viðurlög við brotunum.

Erlendur ferðamaður lét öllum illum látum

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst seint í gærkvöldi tilkynning um erlendan ferðamann sem lét illum látum í og við gistiheimili í miðborginni. Hann brást illa við afskiptum lögreglu og veitti harða mótspyrnu við handtöku.

Flugfreyjur kjósa um vinnustöðvun

Stjórn Flugfreyjufélags Íslands hefur samþykkt að boða til atkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna sinna um vinnustöðvun félagsmanna hjá flugfélaginu Prim­era Air Nordic.

Þakklætisvottur fyrir uppsafnaða hamingju

Jónas Sigurðsson tónlistarmaður hlaut nýlega lista- og menningarverðlaun Ölfuss og Gróðrarstöðin í Kjarri fékk umhverfisverðlaun sama sveitarfélags fyrir árið 2018.

Samningaviðræður um Heklureitinn strand

Samkomulag á milli Heklu og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á Heklureitnum og þéttingu byggðar við Laugaveg er enn ekki í augsýn þrátt fyrir vilja beggja til að byggja upp á reitnum og færa höfuðstöðvar Heklu upp í Breiðholt.

Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH

Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 milljónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa.

Eignir meðlima Sigur Rósar áfram í frosti

Héraðsdómur staðfesti í síðustu viku kyrrsetningu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á eignum þriggja meðlima Sigur Rósar. Eignir upp í 800 milljóna króna kröfu frystar síðan í desember. Ætla að áfrýja til Landsréttar.

Fé til höfuðs eiturlyfjabaróns rúmlega 170 milljónir króna

Yfirvöld í Mexíkó hafa tilkynnt að fé til höfuðs einum mest eftirlýsta glæpamanni landsins, Nemesio Oseguera Cervantes, einnig þekktur sem "El Mencho,“ sé nú orðið 30 milljón pesóar. Sú upphæð jafngildir rúmlega 171 milljón íslenskra króna.

45 dæmdir til dauða í Líbíu

Dómstóll í Líbíu hefur dæmt 45 manns til dauða fyrir að hafa myrt fjölfa fólks í mótmælum í tengslum við uppreisnina gegn fyrrverandi einræðisherra landsins, Múammar Gaddafí, árið 2011.

Hjálparstofnanir fá fjölda fyrirspurna vegna tannlæknakostnaðar

Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra.

Sjá næstu 50 fréttir