Fleiri fréttir

Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu.

Duterte vill meiri tíma til að berjast við ISIS

Forseti Filippseyja vill framlengja gildistíma herlaga á eyjunni Mindanao. Hryðjuverkasamtök, hliðholl Íslamska ríkinu, hafa kljáðst við Filippseyinga í borginni Marawi. Framlenging sé nauðsyn svo herinn hafi ekki áhyggjur af tíma.

Emmsjé Gauti tók húh-ið og hékk með Bjarna Ben

Sumar skærustu stjörnur íslenskrar tónlistarsenu, Glowie, Salka Sól og Emmsjé Gauti, fylgja stelpunum okkar á Evrópumeistaramótið. Glowie segist ekki vera mikil fótboltamanneskja en segir rosalega gaman að vera hluti af EM-hópnum.

Tveir sóttir með þyrlu eftir að skyndiflóð varð í Cornwall

Zoe Holmes, framkvæmdastjóri strandhótels í Coverack sagði í viðtali við Sky News þetta hefði allt saman verið stórfurðulegt. Fyrst hafi komið haglél og það næsta sem hún vissi var sem himnarnir hefðu opnast og stöðugur vatnsflaumur dundi yfir.

Skera upp herör gegn íslamófóbíu

Strætóstoppistöðvar í Boston verða þaktar veggspjöldum næstu tvær vikurnar. Um er að ræða eins konar aðgerðaáætlun gegn íslamófóbíu. Á veggspjöldunum er leiðarvísir sem kennir Bostonbúum hvernig koma eigi í veg fyrir að samfélagshópurinn verði fyrir aðkasti. Með þessu freista borgaryfirvöld þess að útrýma íslamófóbíu í Boston.

Hlustar á börn lesa

Í dag er Dagur íslenska fjárhundsins. Í gegnum tíðina hefur hann gegnt mikilvægu hlutverki sem sveitahundur og gerir enn en það hafa bæst við fleiri hlutverk, til dæmis að hlusta á börn lesa.

Segja Brexit samninganefndina karlaklúbb

Fimmtíu og sex þingkonur skrifuðu undir áskorun til forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, þess efnis að endurskoða kynjahlutfallið í bresku samninganefndinni sem falið er að leiða Bretland úr Evrópusambandinu. Segja þingkonurnar að samninganefndin sé eins og hver annar karlaklúbbur.

Ingibjörg Sólrún segir sótt að lýðræði og mannréttindum úr ýmsum áttum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ögrandi að takast á við styrkingu lýðræðis og mannréttinda í Evrópu um þessar mundir. En það sé helsta verkefni Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Varsjá í Póllandi sem hún hefur nú verið skipuð framkvæmdastjóri yfir.

Telja ýmsa annmarka vera á akstursbanni og að umferðarþungi muni tvöfaldast

Fetar, félag eigenda torfærubifreiða í atvinnurekstri, segir í tilkynningu að sérútbúnar bifreiðar með færri en níu farþegasæti, á borð við sérútbúna jeppa og lúxusbifreiðar með farþegaflutningaleyfi, falli ekki undir skilgreininguna á hópferðabifreiðum. Gagnrýni þeirra lítur aðallega að því að þeir megi ekki leggja bílum sínum í sérafmörkuð BUS safnstæði þar sem ferðamenn safnast saman og eru sóttir.

Thomas gefur skýrslu fyrir dómi þann 21. ágúst

Thomas Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn, mun gefa skýrslu fyrir dómi þann 21. ágúst þegar aðalmeðferð málsins hefst í Héraðsdómi Reykjaness.

O.J. Simpson sækir um reynslulausn

Fjórir meðlimir í nefnd Nevada ríkis um reynslulausn munu á fimmtudaginn taka ákvörðun um hvort fangi númer 1027820 skuli hljóta reynslulausn.

Furstadæmin segjast ekki hakka Katara

Utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna segir fréttir um að ríkið hafi gert tölvuárás á katarskan fjölmiðil uppspuna. Katarski ríkisfjölmiðillinn birti fréttir með tilvitnunum í emírinn í Katar sem sagðar eru skáldskapur.

Sjá næstu 50 fréttir