Innlent

Eldur kviknaði í vörubíl á Kjalarnesi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Bíllinn var óökufær eftir slysið
Bíllinn var óökufær eftir slysið Vísir/STefán
Klukkan 18 í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um eld í vörubifreið á Kjalarnesi. Ökumaðurinn hafði verið að hífa farm af palli og rekið bómuna í háspennulínu.

Slökkvilið og lögregla fóru á staðinn ásamt Vinnueftirlitinu. Bíllinn var óökufær eftir slysið. Ökumaðurinn fékk aðhlynningu á staðnum en ekki var þörf á því að senda manninn á slysadeild.

Þá hafði lögregla í gær og í nótt afskipti af alls sjö ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn var grunaður um sölu fíkniefna. Flestir voru lausir að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu en einn maður var sviptur ökuréttindum, samkvæmt dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×