Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Eyrbekkingar státa af því að varðveita einu altaristöfluna á Íslandi sem máluð er af drottningu, en Kristján níundi Danakonungur og Louise drottning hans færðu hana Eyrarbakkakirkju að gjöf árið 1891. Við skoðum þessa einstöku altaristöflu í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar fjöllum við líka um mál Thomasar Möller Olsen, sem tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun, en Thomasi er gefið að sök að hafa banað Birnu Brjánsdóttur.

Í fréttunum verðum við líka í beinni útsendingu frá Hollandi, þar sem íslensku stúlkurnar spila fyrsta leik sinn á EM í knattspyrnu gegn Frökkum, nú klukkan 18:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×