Erlent

Skera upp herör gegn íslamófóbíu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Borgaryfirvöld vilja koma í veg fyrir Íslamófóbíu. Myndin tengist frétt ekki beint.
Borgaryfirvöld vilja koma í veg fyrir Íslamófóbíu. Myndin tengist frétt ekki beint. Vísir/getty
Strætóstoppistöðvar í Boston verða þaktar veggspjöldum næstu tvær vikurnar. Um er að ræða eins konar aðgerðaáætlun gegn íslamófóbíu. Á veggspjöldunum er leiðarvísir sem kennir Bostonbúum hvernig koma eigi í veg fyrir að samfélagshópurinn verði fyrir aðkasti. Með þessu freista borgaryfirvöld þess að útrýma íslamófóbíu í Boston.

Íslamska menningarmiðstöðin í Boston fagnaði frumkvæði Martins J. Walsh, borgarstjóra, ákaft. Bostonbúar, sem notast við almenningssamgöngur, mega búast við að veggspjöldin verði fyrir augum þeirra.

„Veggspjöldin eru leið til að senda þau skilaboð að allir eru velkomnir til Boston,“ sagði borgarstjórinn í yfirlýsingu um herferðina. Hann sagði auk þess að menntun væri lykillinn að því að berjast gegn skorti á umburðarlyndi.

Franska listakonan Marie-Shirine Yene hannaði veggspjöldin. 

Martin. J. Walsh segir að allir séu velkomnir í Boston. Borgarstjórinn er Demókrati.Vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×