Innlent

Villtur á Fimmvörðuhálsi í vondu veðri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björgunarsveitarfólk var kallað út um klukkan hálffjögur í nótt.
Björgunarsveitarfólk var kallað út um klukkan hálffjögur í nótt.
Um hálffjögur í dag voru fjórar björgunarsveitir af Suðurlandi kallaðar út vegna göngumanns sem er villtur á Fimmvörðuhálsi.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að maðurinn hafi náð sambandi við ættingja sína og að hann væri orðinn kaldur og hrakinn. Á svæðinu er nú vont veður, mikil rigning og frekar hvasst.

 

Gönguhópar eru á leiðinni á Fimmvörðuháls frá Skógum og úr Básum í Þórsmörk. Maðurinn er eins og áður sagði villtur en samkvæmt upplýsingum úr farsíma hans er hann líklega nálægt Heljarkambi.

Hann treystir sér ekki til þess að ganga og mun björgunarsveitafólk því þurfa að aðstoða hann niður, því ólíklegt er að hægt verði að ná í hann á þyrlu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×