Innlent

Göngumaðurinn á Fimmvörðuhálsi er fundinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Björgunarsveitarfólk var kallað út um klukkan hálffjögur í dag.
Björgunarsveitarfólk var kallað út um klukkan hálffjögur í dag.
Björgunarsveitarmenn fundu göngumann, sem var villtur á Fimmvörðuhálsi, upp úr klukkan fimm í dag en þeir komust langleiðina að honum á sexhjóli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá björgunarsveitinni Landsbjörg.

Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna mannsins um klukkan hálf fjögur í dag. Hann fannst um einum og hálfum klukkutíma síðar.

Maðurinn er mjög þrekaður en þarfnast ekki frekari aðhlynningar. Honum var komið til móts við björgunarsveitarbíl rétt sunnan við Fimmvörðuhálsskála og verður honum ekið til byggða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×