Íslenski boltinn

Aron Þórður fékk nýjan samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarni og Aron Þórður.
Bjarni og Aron Þórður. Mynd/Fram
Framarar hafa gert nýjan þriggja ára samning við sóknarmanninn Aron Þórð Albertsson sem kom frá Breiðabliki fyrir ári síðan.

Aron Þórður, sem er átján ára, kom við sögu í fimm leikjum með Fram á síðustu leiktíð og á að baki tvo leiki með U-19 landsliði Íslands.

Leikmannahópur Fram hefur tekið miklum breytingum að undanförnu, ekki síst eftir að Bjarni Guðjónsson tók við sem þjálfari liðsins í haust.


Tengdar fréttir

Enginn Einar eftir í KV - Bjarni Guðjóns búinn að taka tvo

Einar Már Þórisson skrifaði í gærkvöldi undir þriggja ára samning við Fram og er enn einn ungi og reynslulitli leikmaðurinn sem Bjarni Guðjónsson, nýráðinn þjálfari Fram, fær til liðs við Safamýrarliðið fyrir átökin í Pepsi-deildinni 2014.

Bjarni Hólm og Viktor Bjarki verða áfram með Fram

Varnarmaðurinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson og miðjumaðurinn Viktor Bjarki Arnarsson verða áfram með Fram í Pepsi-deild karla í fótbolta næsta sumar en Framara sendu frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kemur fram að þessir reynslumiklu menn hafi framlengt samninga sína.

Jóhannes Karl til liðs við Fram

Framarar hafa gengið frá samningi við Jóhannes Karl Guðjónsson. Miðjumaðurinn mun leika undir stjórn bróður síns Bjarna hjá Safamýrarliðinu næstu tvö árin.

Nítján ára Húsvíkingur í Fram

Hafþór Mar Aðalgeirsson er genginn til liðs við Fram en það var tilkynnt í dag. Hann er 19 ára miðjumaður sem lék með Völsungi í 1. deildinni í sumar.

Guðmundur Steinn í Fram

Guðmundur Steinn Hafsteinsson hefur gert tveggja ára samning við Fram en hann hefur leikið með Víking Ólafsvík síðustu tvö tímabil.

Tryggvi Sveinn Bjarnason í Fram

Framarar styrktu hjá sér vörnina í dag þegar miðvörðurinn Tryggvi Sveinn Bjarnason skrifaði undir þriggja ára samning við Safamýrarliðið. Tryggvi verður langreynslumesti nýliðinn í Framliðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta næsta sumar.

Bjarni nældi í markvörð 17 ára landsliðsins

Framarar halda áfram að styrkja sig fyrir átökin í Pepsi-deild karla í fótbolta næsta sumar en í dag samdi liðið við einn efnilegast markvörð landsins. Bjarni Guðjónsson, nýr þjálfari liðsins, hefur verið duglegur að safna að sér ungum og efnilegum leikmönnum og hann er ekki hættur.

Enn einn leikmaðurinn til Fram

Það er greinilega nóg til af bleki í Safamýrinni því Fram var að semja við enn einn ungan og efnilegan leikmann.

Guðmundur Magnússon aftur heim í Fram

Guðmundur Magnússon skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Fram og mun spila fyrir Bjarna Guðjónsson í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Alexander Már semur við Fram

Nýráðinn þjálfari Fram, Bjarni Guðjónsson, heldur áfram að semja við unga og efnilega leikmenn. Nú hefur framherjinn Alexander Már Þorláksson skrifað undir þriggja ára samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×