Vísir

Mest lesið á Vísi

Fréttamynd

Hraðbankinn ó­fundinn, hungur­sneyð og skólar hefjast

Karlmaður á fimmtugsaldri og kona á fertugsaldri voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ fyrr í vikunni. Héraðsdómur hafði áður hafnað beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manninum, en Landsréttur snéri þeim úrskurði við í dag. Maðurinn, sem er fjörutíu og eins árs, er sagður góðkunningi lögreglunnar. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent



Fréttamynd

Til að halda trúverðug­leika gæti bankinn þurft að „knýja fram harða lendingu“

Ef það fer að hægja nokkuð á umsvifum í hagkerfinu á sama tíma og verðbólgan reynist áfram þrálát kann það leiða til þess að peningastefnan muni „knýja fram harða lendingu“ í efnahagslífinu, að sögn seðlabankastjóra, ætli bankinn sér að standa við þá skýru leiðsögn um hvað þurfi að gerast áður en vextir lækki frekar. Hann segir fátt mæla með því að fara að slaka á lánþegaskilyrðum fasteignalána á meðan verðhækkanir á þeim markaði eru enn vandamál við að ná niður verðbólgunni.

Innherji