Körfubolti

Fréttamynd

Keflavík yfir í hálfleik

Keflvíkingar hafa betur í hálfleik gegn grönnum sínum í Grindavík í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik. Keflvíkingar, sem leika á heimavelli, leiða með 10 stigum, 53-43, en hafa verið yfir nær allan hálfleikinn og náðu mest 16 stiga forystu, 40-24, eftir frábæra byrjun í öðrum leikhluta.

Sport
Fréttamynd

Keflavíkurkonur burstuðu KR

Íslandsmeistarar Keflavíkur burstuðu KR-konur 106-57 í síðustu umferðinni í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 19 stig fyrir Keflavík en Hanna Kjartansdóttir var stigahæst í KR-liðinu með 13 stig. Grindavík tryggði sér annað sætið í deildinni með sigri á ÍS, 58-54.

Sport
Fréttamynd

Herbert kátur með sigur KR

Herbert Arnarson þjálfari KR-inga í körfuknattleik karla var yfir sig ánægður með sigur sinna manna á Snæfelli í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni í gærkvöldi. 

Sport
Fréttamynd

Íslendingarnir skipta sköpum

Fjölnir og Skallagrímur unnu sér sæti í Intersportdeildinni í haust en liðin tvö hafa átt góðu gengi að fagna í vetur.

Sport
Fréttamynd

NBA í nótt

Nokkrir leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt.

Sport
Fréttamynd

Pétur spáir í spilin í körfunni

Úrslitakeppni Intersportdeildarinnar hefst í kvöld með tveimur leikjum. KR-ingar gera sér ferð í Stykkishólm og leika gegn Snæfelli en í Sláturhúsinu í Keflavík taka deildarmeistarar Keflavíkur á móti Grindvíkingum.

Sport
Fréttamynd

Jakob í úrvalsliði í USA

Jakob Sigurðarson, landsliðsmaður í körfuknattleik, var valinn í úrvalslið úrslitakeppninnar í Big South deildarinnar í bandaríska háskólakörfuboltans um helgina

Sport
Fréttamynd

76ers í vandræðum

Lið Philadelphia 76ers í NBA deildinni er í vandræðum þessa dagana og tapaði illa fyrir lágt skrifuðum Golden State Warriors í nótt.

Sport
Fréttamynd

Jamison missti úr leik

Antawn Jamison, framherji Washington Wisards í NBA missti í nótt úr leik í fyrsta skipti í nær fimm ár.

Sport
Fréttamynd

Úrslitin í NBA í nótt

Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 90-85 Stigahæstir hjá Bulls: Kirk Hinrich 17 (6 fráköst, 8 stoðsendingar), Eddy Curry 16 (7 fráköst), Chris Duhon 13 (10 stoðsendingar). Stigahæstir hjá Bucks: Michael Redd 26 (5 stoðsendingar), Desmond Mason 13, Erick Strickland 13.

Sport
Fréttamynd

Njarðvíkingar komnir með nýja Kana

Njarðvíkingar hafa bætt við sig tveimur Bandaríkjamönnum fyrir úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Þeir Doug Wrenn og Alwin Snow koma í stað þeirra Antony Lacky og Matt Sayman en samningi þeirra var sagt upp í síðustu viku.

Sport
Fréttamynd

Sjötti sigurinn í röð hjá Heat

Miami Heat vann sinn sjötta leik í röð er það tók á móti Allen Iverson og félögum í Philadelphia 76ers í NBA-körfuboltanum í nótt.

Sport
Fréttamynd

Doug Wrenn til Njarðvíkur

Lið Njarðvíkur í Intersportdeildinni er nú orðið fullmannað að en Njarðvíkingar gerðu samning Doug Wrenn, fyrrum leikmann Washington-háskólans í PAC 10 deildinni, og mun hann verða liðinu í til fulltingis í úrslitakeppninni sem hefst á fimmtudaginn.

Sport
Fréttamynd

Suns heitir

Phoenix Suns ríghalda í annað sætið í NBA deildinni og unnu góðan sigur á einum af aðalkeppinautum sínum í nótt.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík fær nýjan útlending

Lið Njarðvíkur í Úrvalsdeild karla í körfuknattleik hefur fengið til liðs við sig nýjan erlendan leikmann fyrir lokaslaginn í úrslitakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Hildur með stórleik fyrir Jämtland

Hildur Sigurðardóttir, körfuknattleikskona með sænska liðinu Jämtland, kvaddi áhorfendur á heimavelli sínum með stæl þegar liðið mætti Sallén. Hildur skoraði 22 stig í leiknum og átti stóran þátt í sigri gestgjafanna.

Sport
Fréttamynd

Hildur maður leiksins

Landsliðskonan í körfuknattleik, Hildur Sigurðardóttir, skoraði 22 stig þegar lið hennar, Jamtland, sigraði Sallen, 95-64, í sænska körfuboltanum. Í sænska blaðinu <em>Landstidningen</em> í Östersund er Hildur sögð hafa leikið best allra á vellinum.

Sport
Fréttamynd

Spurs unnu án Duncan

Tim Duncan, leikmaður San Antonio Spurs í NBA deildinni, sneri sig á ökkla í leik liðsins við Utah Jazz í nótt. 

Sport
Fréttamynd

Dallas setti met

Dallas Mavericks sló eigið met á leiktíðinni í fyrrinótt er liðið mætti Houston Rockets í NBA-körfuboltanum.

Sport
Fréttamynd

Buss vill fá Jackson aftur

Jerry Buss eigandi Los Angeles Lakers hefur ekki gefið upp alla von í að lokka fyrrum þjálfara liðsins Phil Jackson til félagsins á ný og hafa þeir þegar átt viðræðufund saman.

Sport
Fréttamynd

NBA - Meistararnir í vanda

Meistarar Detroit Pistons, sem eru nýkomnir af átta leikja sigurgöngu, eru á ferðalagi á vesturströndinni þessa dagana.

Sport
Fréttamynd

ÍA fellur í 2. deild

ÍA sigraði Stjörnuna 84-83 í fyrstu deild karla í körfuknattleik í gær en fellur engu að síður í 2. deild. Þá lagði Drangur Breiðablik 85-70 og Þór í Þorlákshöfn vann ÍS naumlega, 75-74. Þór Akureyri er í efsta sæti í fyrstu deild með 32 stig en Valur er í öðru sæti með 26. Þar á eftir koma Breiðablik og Stjarnan með 20 stig.

Sport
Fréttamynd

Gasol að ná sér af meiðslunum

Miðherji Memphis Grizzlies í NBA-deildinni, hinn spænski Pau Gasol, er tilbúinn að mæta á æfingar á nýjan leik eftir að læknar liðsins skoðuðu vinstri fótlegg hans í dag. Gasol meiddist nokkuð illa 25. janúar síðastliðinn og var búist við að hann yrði lengi frá en bati hans hefur verið betri en forráðamenn Grizzlies þorðu að vona.

Sport
Fréttamynd

Úrslit í NBA-körfuboltanum í nótt

Þrír leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. Shaquille O´Neal og félagar í Miami Heat báru sigurorð af New Jersey Nets á útivelli, 106-90. Dwayne Wade var stigahæstur í liði Heat með 27 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar.

Sport
Fréttamynd

Ekki nógu stöðugir

Lið Njarðvíkur í Intersportdeildinni í körfuknattleik hefur ákveðið að segja upp samningum við Anthony Lackey og Matt Sayman. "Það var okkar mat að þá skorti stöðugleika," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins.

Sport
Fréttamynd

Damon í nýtt lið á Spáni

Damon Johnson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur fært sig um set á Spáni og mun klára tímabilið með Lagun Aro Bilbao-liðinu eftir að hafa misst sæti sitt í liði Caja San Fernando Sevilla. Damon lék sinn fyrsta leik um helgina og skoraði 17 stig í 90-92 tapi fyrir toppliði Tau Ceramica Vitoria á útivelli.

Sport