Körfubolti

Fréttamynd

NBA í nótt

Nokkrir leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt.  Helst bar þar til tíðinda að Miami Heat vann sinn níunda leik í röð þegar liðið valtaði yfir Millwaukee Bucks 110-71 með Dwayne Wade sem sinn besta mann, en hann skoraði 29 stig fyrir Heat sem var að vinna sinn þrettánda heimaleik í röð og vantar aðeins einn sigur í röð til að jafna félagsmet sitt. 

Sport
Fréttamynd

Augmon notaði F-orðið

Forráðamenn NBA hafa farið fram á rannsókn á hendur Stacey Augmon, leikmanni Orlando Magic, fyrir ummæli í garð íþróttafréttakonu frá Channel 6 stöðinni sem höfð voru eftir honum eftir leik gegn Minnesota Timberwolves í síðustu viku.

Sport
Fréttamynd

Michael Manciel kemur aftur

Bandríkjamaðurinn Michael Manciel, sem lék síðustu ellefu leiki Hauka í Intersportdeildinni á nýafstöðnu tímabili, mun að öllum líkindum spila með liðinu á næsta tímabili í Intersportdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Schumacher fullur sjálfstrausts

Þó að Renault hafi komið best út úr fyrstu keppni Formúlu 1 kappakstursins sem fram fór í Melbourne í Ástralíu, er Michael Schumacher hjá Ferrari sannfærður um að hann geti veitt liðinu harða keppni í næstu keppni sem fram fer rétt fyrir utan Kúala Lúmpúr í Malasíu.

Sport
Fréttamynd

Óvissa með Einar Árna

Ekki er víst hvort Einar Árni Jóhannsson stýrir Njarðvíkurliðinu í Intersportdeildinni á næsta tímabili en liðið datt eins og kunnugt er óvænt út úr 1. umferð úrslitakeppninnar á sunnudaginn eftir tap gegn ÍR í Seljaskóla.

Sport
Fréttamynd

Met í NBA í nótt

Donyell Marshall, framherji Toronto Raptors, jafnaði NBA metið yfir flestar þriggja stiga körfur í einum leik í nótt, þegar lið hans tók Philadelphia í bakaríið128-110.

Sport
Fréttamynd

NBA í nótt

Nokkrir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt.

Sport
Fréttamynd

Pistons og Jazz í metabækurnar

Lið Detroit Pistons sigraði Utah Jazz í NBA deildinni í nótt.  64-62 sigur meistaranna var ekki fallegur og komust liðin í metabækurnar fyrir lágt stigaskor.

Sport
Fréttamynd

Steinar Kaldal úr leik hjá KR

Steinar Kaldal, fyrirliði meistaraflokksliðs KR í körfuknattleik, verður frá keppni næstu sex vikur vegna höggs sem hann fékk í leik gegn Snæfelli á laugardag. Fram kemur á heimasíðu KR-inga að Steinar hafi fengið högg í kviðinn sem leiddi til innvortis blæðinga.

Sport
Fréttamynd

Miller frá í 4-6 vikur

Sacramento Kings í NBA-körfuboltanum varð fyrir áfalli í fyrradag þegar miðherjinn Brad Miller fótbrotnaði á æfingu.

Sport
Fréttamynd

Bryant tryggði sigur í lokin

Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sigur á Charlotte Bobcats á útivelli í fyrrinótt með stökkskoti utan af velli þegar rúm sekúnda var til leiksloka.

Sport
Fréttamynd

Höttur í þriðja sætið

Hattarmenn unnu tvo góða sigra í 1. deild karla í körfubolta um helgina og tryggðu sér með því þriðja sætið í deildinni og hafa þar með heimavallarrétt í úrslitakeppninni sem hefst í vikunni.

Sport
Fréttamynd

Áttundi sigurleikur Miami í röð

Sex leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. Miami Heat sigraði New Jersey Nets með 90 stigum gegn 65 en þetta var áttundi sigurleikur Miami í röð. Shaquille O'Neal skoraði 15 stig fyrir Miami og hirti 11 fráköst.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík úr leik, ÍR áfram

ÍR braut blað í sögu félagsins er liðið komst í undanúrslit úrslitakeppninnar í Intersportdeildinni í körfuknattleik í gær þegar liðið lagði Njarðvík, 86-83, í Seljaskóla. ÍR vann því samanlagt 2-0 og afrekið ekki síður merkilegt fyrir það leyti að 12 ár eru liðin síðan að Njarðvíkurliðið komst ekki í undanúrslit en það var árið 1993.

Sport
Fréttamynd

Snæfell tryggði sér oddaleik

Snæfell frá Stykkishólmi tryggði sér í dag oddaleik í einvígi sínu gegn KR í 8-liða úrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik karla er þeir sigruðu KR, í Vesturbænum, nokkuð auðveldlega með 25 stiga mun, 82-57.

Sport
Fréttamynd

Grindvíkingar jöfnuðu

Grindvíkingar mættu harðákveðnir til leiks á heimavelli sínum í gær og náðu að leggja granna sína úr Keflavík og jafna metin í viðureign liðanna í 1-1 og knýja fram oddaleik í Keflavík á miðvikudag.

Sport
Fréttamynd

Grinavík tryggði sér oddaleik

Grindavík tryggði sér í dag oddaleik gegn Keflavík í úrslitakeppni Intersportdeildarinnar í körfuknattleik karla er þeir sigruðu Keflvíkinga með ellefu stiga mun, 87-76.

Sport
Fréttamynd

ÍR sigur í Njarðvík

ÍR gerði sér lítið fyrir og lagði Njarðvík, í ljónagryfjunni í Njarðvík, með fimm stiga mun, 106-101 í fyrsta leik liðana í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni Ísandsmótsins í körfuknattleik. ÍR-ingar eru því með pálmann í höndunum fyrir annan leikinn sem fer fram á sunnudaginn í Seljaskóla.

Sport
Fréttamynd

Keflavík kærir Terrel Taylor

Stjórn Keflavíkur í Intersportdeildinni í körfuknattleik hafa lagt fram formlega kæru til Körfuknattleikssambands Íslands vegna framkomu Terrel Taylor, leikmanns Grindavíkur, í viðureign Keflavíkur og Grindavíkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í gær.

Sport
Fréttamynd

Úrslitin í NBA í nótt

Tveir leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. Shaquille O´Neal og félagar í Miami Heat tóku á móti Minnesota Timberwolves og Los Angeles Lakers sótti Dallas Mavericks heim.

Sport
Fréttamynd

Fimmti tapleikur Snæfells í röð?

KR-ingar geta slegið út Snæfell í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Intersportdeildar karla en leikurinn fer fram klukkan 16.00 í DHL-höllinni í dag.

Sport
Fréttamynd

ÍR vann óvænt í Njarðvík

ÍR-ingar komu geysilega á óvart í gærkvöld þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Njarðvíkinga á útivelli, 101–106, en þetta var fyrsta rimma félaganna í úrslita-keppninni. Í hinum leik gærkvöldsins fagnaði Fjölnir sigri á Skallagrími. Úrslit og stigaskor kvöldsins:

Sport
Fréttamynd

Fjölnir marði Skallagrím

Fjölnir vann Skallagrím í Grafavogi í kvöld með tveggja stiga mun, 76-74, í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í kvöld, en Fjölnir leiddi einnig í hálfleik, 42-38. Annar leikur liðana verður í Borgarnesi á sunnudag, en tvo sigra þarf til að komast áfram.

Sport
Fréttamynd

Óvænt úrslit í Stykkishólmi

Óvænt úrslit urðu í úrslitakeppni Intersportdeildarinnar í gær þegar KR sigraði Snæfell í Stykkishólmi með 91 stigi gegn 89 í fyrstu rimmu liðanna í fjórðungsúrslitum. Sæfell varð í 2. sæti deildarkeppninnar en KR í því sjöunda.

Sport
Fréttamynd

Nær ÍR að vinna Njarðvík?

Úrslitakeppnin í Intersportdeildinni heldur áfram í kvöld þegar Fjölnir tekur á móti Skallagrími og ÍR-ingar sækja Njarðvík heim.

Sport
Fréttamynd

Jeff Jordan næsta stórstjarna?

Í treyju númer 32 í körfuboltaliðinu Ramblers, sem er frá Loyola Academy gagnfræðaskólanum í Chicago í Bandaríkjunum, leynist ungur strákur að nafni Jeff Jordan.

Sport
Fréttamynd

Óvæntur sigur hjá KR

KR-ingar unnu í kvöld óvæntan og dramatískan sigur á Snæfelli í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik, 89-91.

Sport
Fréttamynd

Keflavík yfir í hálfleik

Keflvíkingar hafa betur í hálfleik gegn grönnum sínum í Grindavík í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik. Keflvíkingar, sem leika á heimavelli, leiða með 10 stigum, 53-43, en hafa verið yfir nær allan hálfleikinn og náðu mest 16 stiga forystu, 40-24, eftir frábæra byrjun í öðrum leikhluta.

Sport
Fréttamynd

Keflavíkurkonur burstuðu KR

Íslandsmeistarar Keflavíkur burstuðu KR-konur 106-57 í síðustu umferðinni í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 19 stig fyrir Keflavík en Hanna Kjartansdóttir var stigahæst í KR-liðinu með 13 stig. Grindavík tryggði sér annað sætið í deildinni með sigri á ÍS, 58-54.

Sport