Níu létust í flugslysi í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum

Níu létust í flugslysi í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum í gær, þar á meðal flugmaður vélarinnar og tvö börn. Hinir þrír farþegar vélarinnar liggja þungt haldnir á spítala. Um var að ræða litla farþegaflugvél að gerðinni Pilatus PC-12. Vélin hrapaði fljótlega eftir flugtak á Chamberlain flugvellinum en slæmt skyggni var á svæðinu og telja viðbragðsaðilar að veðuraðstæður hafi átt þátt í slysinu. Flugmála- og samgönguyfirvöld rannsaka nú atvikið.

1
00:31

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.