Hæstiréttur Íslands gæti tekið af öll tvímæli um lögmæti umboðs þeirra landsréttardómara sem eru í leyfi

Hæstiréttur Íslands gæti tekið af öll tvímæli um lögmæti umboðs þeirra fjögurra landsréttardómara sem nú eru í leyfi með því að staðfesta fordæmi sitt frá maí 2018 með því að taka fyrir eitthvert þeirra mála þar sem krafist hefur verið ómerkingar á dómum umræddra dómara. Einn dómaranna fjögurra segir að svo virðist sem Hæstiréttur hafi sett slík mál á ís í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars síðastliðnum.

0
02:44

Vinsælt í flokknum Fréttir