Erlent

Seglfiskur stakk konu í Flórída

Bjarki Sigurðsson skrifar
Seglfiskar eru ansi líkir frændum sínum sverðfiskum í útliti.
Seglfiskar eru ansi líkir frændum sínum sverðfiskum í útliti. Getty/Ronald C. Modra

Kona var stungin af kyrrahafsseglfisk við strendur Flórída-ríkis í Bandaríkjunum í síðustu viku. Konan var stunginn í nárann er hún stóð við hliðina á veiðimanni sem var með fiskinn á línunni. Líðan konunnar er stöðug.

Fiskurinn stökk upp úr sjónum og stakk konuna, sem er 73 ára gömul, en það þurfti að flytja hana á sjúkrahús með þyrlu.

Samkvæmt CNN settu tveir menn, sem voru á bátnum ásamt konunni, þrýsting á sárið þar til hægt var að ferja hana á sjúkrahús. Hún sé ekki alvarlega særð og líðan hennar sé stöðug en hún dvelur enn á sjúkrahúsi.

Kyrrahafsseglfiskur er náskyldur sverðfisk en ólíkt frænda sínum er hann með tennur. Ekkert sjávardýr syndir hraðar en seglfiskurinn. Seglfiskar geta orðið allt að þrír metrar að lengd og níutíu kílógrömm að þyngd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×