Klinkið

Ela Zakaim gengur til liðs við lögmannastofuna BBA//Fjeldco

Ritstjórn Innherja skrifar
pjimage (8)
Samsett mynd

Enski lögmaðurinn Ela Zakaim hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco og starfar á skrifstofu lögmannastofunnar í London.

Ela hefur unnið að margvíslegum verkefnum á sviði alþjóðlegrar fjármögnunar og verðbréfunar (e. securitisation), og við almenna ráðgjöf í tengslum við samningsviðræður og skjalagerð fyrir fjármálastofnanir og lántaka. 

Ela vann áður hjá Andersen Legal, Mayer Brown LLP og Moody’s Investors Service. Á síðastliðnum árum hefur hún unnið sem ráðgefandi lögmaður í tengslum við verkefni á sviði fjármögnunar fyrir alþjóðlega viðskiptavini. 

Á stofunni starfa nú yfir 30 lögfræðingar, sérhæfðir í fyrirtækja- og fjármálalögfræði og eru með málflutningsréttindi á Íslandi, í Englandi, Frakklandi og New York.


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.






×