Viðskipti erlent

Bonnesen á­kærð fyrir gróf fjár­svik og markaðs­mis­notkun

Atli Ísleifsson skrifar
Birgitte Bonnesen var forstjóri Swedbank á árunum 2016 til 2019.
Birgitte Bonnesen var forstjóri Swedbank á árunum 2016 til 2019. EPA

Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefur ákært hina dönsku Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra Swedbank, fyrir gróf fjársvik og markaðsmisnotkun í tengslum við rannsókn á peningasvættisrannsókn sem tengir anga sína til Eistlands.

Sænskir fjölmiðlar greina frá ákærunni í dag, en brotin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2018 til 2019. Bonnesen var forstjóri bankans á árunum 2016 til 2019.

Í ákæru segir að Bonnesen hafi dreift villandi uppýsingum, annað hvort að yfirlögðu ráði eða þá af stórkostlegu gáleysi, um aðgerðir bankans til að stöðva, fyrirbyggja og tilkynna um grun um peningaþvætti óprúttinna aðila í gegnum útibú Swedbank í Eistlandi á árunum 2007 til 2018.

Lögmaður Bonnesen segir að hún neiti sök í málinu.

Saksóknari lét gera húsleit í höfuðstöðvum Swedbank í tengslum við rannsóknina á vordögum 2019. Stjórn bankans rak um svipað leyti Bonnesen. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×