Erlent

Neyðast til þess að nýta neyðarbirgðir af hlynsýrópi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hlynsýróp er stundum nefnt hið fljótandi gull.
Hlynsýróp er stundum nefnt hið fljótandi gull. Mert Alper Dervis/Anadolu Agency via Getty Images)

Samtök hlynsýrópsframleiðenda í Quebec-ríki Kanada hafa neyðst til þess að nýta neyðarbirgðir til þess að anna eftirspurn eftir hlynsýrópi í aðdraganda jólanna.

Samtökin, QMSP, hafa alls neyðst til þess að nýta sér 22 milljón kíló af neyðarbirgðunum, um helmingur þess sem geymt er fyrir tilfelli sem þessi.

Eftirspurn eftir hlynsýrópi hefur aukist um 36 prósent og anna framleiðendurnir ekki eftirspurninni.

Framleiðendur innan QMSP framleiða um þrjá fjórðu hluta alls hlynsýróps sem framleitt er í heiminum.

Í frétt kanadíska ríkisútvarpsins er tilvist neyðarsjóðsins útskýrð en í honum eru alls geymd 45 milljón kíló af hlynsýrópi.

Neyðarbirgðirnar voru settar á laggirnar árið 2000 svo að samtökun gætu ávallt tryggt stöðugt framboð af sýrópi, óháð því hversu mikið er framleitt hvert ár, en framleiðslan er háð sveiflum í tíðarfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×