Erlent

Í­búar Asbestos sam­þykkja nafna­breytingu

Atli Ísleifsson skrifar
Asbestnámunni í Asbestos í Kanada var lokuð árið 2011.
Asbestnámunni í Asbestos í Kanada var lokuð árið 2011. Ville d'Asbestos

Íbúar í kanadíska smábænum Asbestos hafa náð saman um nýtt nafn á bænum og þar með sagt skilið við nafnið sem það fékk á námuvinnsluárum á átjándu öld.

Bærinn Asbestos er að finna í Quebec og þar búa um sjö þúsund manns. Í íbúakosningu var ákveðið að bærinn skyldi framvegis heita Val-des-Sources.

Á árum áður var stærstu asbestnámu heims að finna í bænum, en í seinni tíð hefur notkun asbests, sem er samheiti yfir nokkrar steintegundir sem eiga það sameiginlegt að mynda þráðkennda kristalla, dregist mikið saman þar sem það brotnar auðveldlega niður og myndar asbestryk sem getur auðveldlega fests í lungum við innöndun.

Bæjaryfirvöld hafa lengi kvartað yfir því að heiti bæjarins torveldi alla vinnu við að laða að fjárfesta og í nóvember á síðastliðinn var ákveðið að hefja leit að nýju nafni.

Frá námunni í Asbestos.Getty

Í frétt BBC segir að nýtt nafn hafi verið valið eftir ítarlegt samráðsferli og kosningu með íbúum. Börn niður í fjórtán ára voru með kosningarétt í íbúakosningunni, en þátttaka var um 50 prósent.

Um 51 prósent þeirra sem tóku þátt í kosningunni völdu Val-des-Sources í þriðju umferð kosninganna.

Bæjarstjórinn Hugues Grimard sagði nýja nafnið veita íbúum innblástur til framtíðar, en önnur heiti sem komu til greina voru L'Azur-des-Cantons, Jeffrey-sur-le-Lac, Larochelle, Phénix og Trois-Lacs. Trois-Lacs hlaut næstflest atkvæði í kosningunni.

Asbestnámunni í Asbestos var lokað árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×