Erlent

Allir eldri borgarar í Kali­forníu í sótt­kví og börum lokað

Atli Ísleifsson skrifar
Gavin Newsom er ríkisstjóri Kaliforníu. Hann kynnti viðbrögð yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í kvöld.
Gavin Newsom er ríkisstjóri Kaliforníu. Hann kynnti viðbrögð yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í kvöld. Vísir/Getty

Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur fyrirskipað að allir eldri borgarar í ríkinu skuli fara í sóttkví vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá skuli börum, næturklúbbum og móttökum vínekra loka þegar í stað.

Newsom greindi frá þessu á fréttamannafundi í kvöld. Þá sagði hann að veitingastaðir mættu hafa áfram opið en hámarksfjöldi gesta skyldi vera helmingur af því sem heimilt er á hverjum stað.

Newsom lagði ennfremur bann við heimsóknum á sjúkrahús, nema þá ef það væri á dánarbeði sjúklings.

Ríkisstjórinn sagði að fólki yrði í þessu ástandi að hugsa um þá sem eldri væru, með króníska sjúkdóma og þá heimilislausu. Þá benti hann á að um 5,3 milljónir íbúa ríkisins væru 65 ára eða eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×