Viðskipti erlent

Fyrr­verandi stjórnar­for­maður Nissan á­kærður fyrir fjár­mála­mis­ferli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Carlos Ghosn.
Carlos Ghosn. vísir/epa

Saksóknarar í Japan hafa ákært Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann bílaframleiðandans Nissan, fyrir fjármálamisferli.



Yfirvöld segja Ghosn ekki hafa gefið upp réttar upplýsingar varðandi laun sín á fimm ára tímabili en hann var handtekinn í nóvember. Ghosn hefur neitað öllum ásökunum.



Ghosn er 64 ára og fæddist í Brasilíu. Hann var heilinn á bak við bandalag Renault og Nissan sem Mitsubishi gekk svo inn í árið 2016.



Ghosn var áður sveipaður hetjuljóma í Japan vegna þess að hann sneri við rekstri Nissan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×