Erlent

Leikari úr Cosby-þáttunum látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Phylicia Rashad í hlutverki Clair Hanks Huxtable, Bill Cosby í hlutverki Dr. Heathcliff 'Cliff' Huxtable, Earle Hyman í hlutverki Russell Huxtable og Clarice Taylor í hlutverki Anna Huxtable.
Phylicia Rashad í hlutverki Clair Hanks Huxtable, Bill Cosby í hlutverki Dr. Heathcliff 'Cliff' Huxtable, Earle Hyman í hlutverki Russell Huxtable og Clarice Taylor í hlutverki Anna Huxtable. Vísir/Getty

Bandaríski leikarinn Earle Hyman er látinn, 91 árs að aldri. Hyman var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Russell Huxtable, föður Bill Cosby, í þáttunum The Cosby Show.



Hyman lést á hjúkrunarheimilinu Lillian Booth Actors Home í New Jersey á föstudaginn.



Á leiklistarferli sínum fór Hyman með fjölmörg hlutverk í leikhúsum en hann fékk fyrsta hlutverk sitt á Broadway í leikritinu „Run Little Chillun“ árið 1943.



Hyman var tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Russell Huxtable árið 1986.



Cosby minntist Hyman á Twitter í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×