Innlent

Bifreið fór í höfnina á Hvammstanga

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá Hvammstanga.
Frá Hvammstanga. Vísir/Jón Sigurður
Lögreglu- og björgunarsveitarmenn, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, hafa verið kallaðar út eftir að bifreið fór í höfnina á Hvammstanga. Þyrla gæslunnar var kölluð út á fimmta tímanum. Sagt var fyrst frá málinu á mbl.is.

Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Húnum eru á staðnum. Þegar eftir því var falast vildi lögreglan á Blönduósi engar upplýsingar um málið veita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×