Innlent

Þjóðaröryggisstefna mótuð

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson
Tillaga utanríkisráðherra um þingsályktun um mótun öryggisstefnu Íslands í þjóðaröryggismálum var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Tillagan verður lögð fram á þingflokksfundum í næstu viku, en efnislega vill utanríkisráðuneytið ekki gefa upplýsingar um tillöguna fyrr en hún hefur verið kynnt þingflokkunum.

Utanríkisráðherra hefur þó áður boðað þverpólitíska vinnu um mótun heildstæðrar stefnu í varnar- og öryggismálum, sem byggð verði á nýrri og breiðari nálgun á öryggishugtakinu eins og það var útlistað í skýrslu áhættumatsnefndar til utanríkisráðherra fyrir tæpum tveimur árum. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×