Innlent

Árni Þór vankaðist við eggjakastið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Þór féll í götuna við eggjakastið.
Árni Þór féll í götuna við eggjakastið. Mynd/ Daníel.
„Ég smá vankaðist svona," segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sem fékk egg í höfuðið á leið úr Alþingishúsinu til guðsþjónustu í dag. „Þetta kom illa á gagnaugað rétt fyrir ofan eyrað og ég vankaðist smá og datt," segir Árni Þór.

„Það er mjög eðlilegt að fólk komi saman og komi sjónarmiðum sínum á framfæri og mótmæli því sem það þarf að mótmæla en það er ekki gott ef það er farið að skemma og meiða," segir Árni Þór.

Árni telur að lögreglumenn hafi staðið sig mjög vel við gæslu á mótmælunum


Tengdar fréttir

Alþingi þarf að móta afstöðu fyrir forsetakosningarnar

Alþingi þarf að móta skýra afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs þótt breytingar á sjálfri stjórnarskránni hljóti ekki endanlegt gildi fyrr en að loknum næstu þingkosningum. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ræðu sinni við setningu Alþingis í dag.

Mótmælin eru hættumerki

Sú staðreynd að þúsundir manna telji sig ár eftir ár tilbúna til þess að mótmæla í hörðum mótmælum við þingsetningu er hættumerki sem okkur ber öllum að taka alvarlega, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við setningu Alþingis í dag.

Þingsetning í beinni á Vísi

Alþingi verður sett með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálfellefu í dag. Eftir það ganga Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, handhafar forsetavalds og þingmenn í Alþingishúsið þar sem forsetinn setur þingið. Eins og venja er mun fjárlagafrumvarpinu jafnframt verða dreift. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hélt blaðamannafund klukkan níu í morgun þar sem helstu atriði frumvarpsins verða kynnt. Við munum segja nánar frá þingsetningu í hádegisfréttum okkar klukkan tólf og á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×