Erlent

Rob Lowe flaug með hryðjuverkamanni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rob Lowe flaug með hryðjuverkamanni rétt fyrir árásirnar þann 11. september 2001.
Rob Lowe flaug með hryðjuverkamanni rétt fyrir árásirnar þann 11. september 2001.
Hollywoodleikarinn Rob Lowe flaug í sömu flugvél og einn hryðjuverkamannanna sem stóð að baki árásunum 11. september 2001. Þetta gerðist ellefu dögum áður en árásirnar voru gerðar. Þetta upplýsti leikarinn nýlega. Lowe telur að í þessari flugferð hafi hryðjuverkamennirnir verið að undirbúa árásirnar.

Lowe segir að eftir árásirnar hafi staðið til að hann bæri vitni gegn hryðjuverkamanninum, sem heitir Zacarias Moussaoui. Talið er að sá hafi átt að vera staðgengill ef einn af flugræningjunum myndu forfallast þegar látið yrði til skarar skríða.

Rob Lowe er þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum West Wing, sem fjalla einmitt um lífið í Hvíta húsinu. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að það væri hryðjuverkamaður í flugvélinni. „Ég var við tökur á West Wing á þessum tíma og ég tók alltaf flugvél frá Dulles til Los Angeles," er haft eftir Lowe á fréttavef Daily Telegraph. Hann segir að það sé flugvélin sem hafi á endanum flogið á varnarmálaráðuneytið í Pentagon.

Lowe segir að saksóknari í Maryland hafi sent sér bréf þar sem hann hafi verið beðinn um að bera vitni. Á endanum hafi hann hins vegar ekki þurft að bera vitni.

Zacarias Moussaoui var hins vegar dæmdur og afplánar nú lífstíðardóm fyrir aðild sína að árásunum. Í ljós kom að hann hafði hlotið þjálfun með tveimur af flugræningjunum sjálfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×