Innlent

Starfsmenn Glitnis slegnir yfir tíðindunum

Fulltrúi starfsmanna Glitnis sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að þeir væru slegnir yfir tíðindunum líkt og þjóðfélagið allt. Góðu tíðindin væru þau að tilkynnt hefði verið í morgun að bankinn yrði rekinn áfram og nú yrði reynt að halda þessu á floti, eins og það var orðað.

Fastlega er búist við að boðað verði til starfsmannafundar fyrir hádegi, en fulltrúi starfsmanna sagði þá vita jafn lítið og almenning, það væru aðeins topparnir sem í raun vissu hvað gengi á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×