Innlent

Baugsmál sambland af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds

Skýrslutöku af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, sem sakbornings lauk nú á fjórða tímanum en hann var kallaður fyrir réttinn aftur í dag þar sem dómari hafði stöðvað settan saksóknara í spurningum sínum til Jóns Ásgeirs fyrir viku.

Þá var settur saksóknari enn að spyrja út í 18. ákærulið endurákærunnar sem lýtur að meintum fjárdrætti upp á rúmar 32 milljónir króna frá Baugi í tengslum við rekstur skemmtibátsins Thee Viking.

Fyrir dómi ítrekaði Jón Ásgeir að um lán til Jóns Geralds Sullenberger væri að ræða vegna reksturs bátsins. Þá sagði hann einnig fyrir rétti að Baugsmálið mætti rekja til samblands af pólitískri óvild í sinn garð og haturs Jóns Geralds. Þá sagði hann ósatt að hann hefði stigið í vænginn við konu Jóns Geralds eins og fullyrt hefði verið.

Eftir að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri lauk héldu yfirheyrslur yfir Jóni Geraldi við en þær hófust í morgun. Óvíst er hvort það tekst að ljúka þeim á morgun eins og til stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×