Erlent

Fréttamynd

Fékk gervihnjálið í vinstra hné

Margrét Þórhildur Danadrottning gekkst í gær undir aðgerð á vinstra hné á sjúkrahúsi í Árósum. Samkvæmt fréttatilkynningu frá hirðinni gekk aðgerðin vel, en í henni fékk hún gervilið í staðinn fyrir slitinn hnjálið.

Erlent
Fréttamynd

Hættir að vera öryrki í augum hins opinbera

Öryrkjar fá allt að fjórðungskauplækkun í afmælisgjöf þegar þeir ná eftirlaunaaldri. Á sextíu og sjö ára afmælisdaginn hættir öryrkinn að vera öryrki í augum hins opinbera og má þá sætta sig við tugþúsunda kauplækkun.

Innlent
Fréttamynd

Viðbrögð Írana varfærin

Íranar eru reiðubúnir til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkumál en segja þó að ekki komi til greina að hætta auðgun úrans. Fulltrúar sex af voldugustu ríkjum veraldar sátu á rökstólum í dag og skeggræddu horfurnar.

Erlent
Fréttamynd

Heinz segir upp starfsfólki

Stjórn bandaríska matvælaframleiðandans Heinz, sem þekktastur er fyrir samnefndar tómatsósur, greindi frá því að fyrirtækið ætli að segja upp 2.700 starfsmönnum á næstu tveimur árum. Þetta jafngildir 8 prósentum af starfsliði fyrirtækisins en vonast er til að uppsagnirnar muni spara fyrirtækinu 355 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 25,7 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Góð smásöluverslun í Bandaríkjunum

Smásöluverslun var með besta móti í Bandaríkjunum í maí og fór hún langt fram úr væntingum. Óvíst er með áframhaldandi vöxt smásöluverslunar vegna stöðu efnahagsmála og eru neytendur svartsýnir um hvað næsta hálfa árið beri í skauti sér.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Einn látinn og sjö saknað eftir skipaárekstur á Eyjahafi

Vöruflutningaskip frá Tyrklandi og grískt olíuflutningaskip rákust saman á Eyjahafi, skammt frá grísku eyjunni Hydra, upp úr hádegi í dag með þeim afleiðingum að vöruflutningaskipið sökk. Þrettán voru í áhöfn þess; eitt lík fannst fljótlega eftir að skipið sökk, sjö mönnum hefur þegar verið bjargað en fimm úr áhöfninni er enn leitað.

Erlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra Íraks ætlar að höggva á hnútinn

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, ætlar að útnefna menn í embætti innanríkis- og varnarmálaráðherra landsins þegar þing kemur saman til fundar á sunnudaginn. Illa hefur gengið að skipa í embættin í þjóðstjórn landsins þar sem sjíar, súnníar og kúrdar hafa deilt um ráðherrastólana.

Erlent
Fréttamynd

6200 fórust í jarðskjálftanum á Jövu

Nú er ljóst að rúmlega 6200 manns fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir indónesísku eyjuna Jövu á laugardaginn. Sameinuðu þjóðirnar segja neyðargögn hafa borist á flesta þá staði þar sem aðstoðar er þörf.

Erlent
Fréttamynd

Íranar hætta ekki auðgun úrans

Stjórnvöld í Íran tilkynntu í morgun að þau væru tilbúin til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkumál en þau myndu samt ekki hætta auðgun úrans líkt og stjórnvöld í Washington gera kröfu um.

Erlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækkuðu í Evrópu

Gengi hlutabréfa lækkaði talsvert á mörkuðum í Evrópu í dag í kjölfar ótta fjárfesta við að evrópski seðlabankinn muni hækka stýrivexti á næstunni til að koma í veg fyrir aukna verðbólgu í aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB). Hagvöxtur mældist 0,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi innan aðildarríkja ESB og er búist við prósenta aukningu út árið. Samfelldur hagvöxtur sem þessi hefur ekki mælst innan ESB síðan um mitt ár 2000.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkaði á helstu mörkuðum

Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að lækka á helstu mörkuðum í dag í kjöfar þess að Bandaríkjastjórn lýsti yfir vilja í gær til að hefja beinar samningaviðræður við Íransstjórn vegna kjarnorkuáætlunar Írana.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hermenn skutu ólétta konu til bana

Bandarískir hermenn skutu ólétta konu til bana í Bagdad í gær. Konan var á leið á fæðingardeildina þegar atvikið varð. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers vegna þeir skutu konuna en fréttaskýrendur í Írak segja að almennir borgarar sem banað hefur verið af bandarískum hermönnum síðan innrás Bandaríkjamanna hófst fyrir þremur árum séu mörg hundruð.

Erlent
Fréttamynd

Deilt um ákvarðanavald í Austur-Tímor

Forseta og forsætisráðherra Austur-Tímor greinir á um hvor fer með ákvarðanavald í ríkisstjórn landsins nú um stundir. (LUM) Forsetinn, Xanana Gusmao, tilkynnti í fyrradag að forsætisráðherrann, Mari Alkatiri, hefði afhent sér völdin eftir að tilraunir til að koma á friði í landinu hefðu mistekist. Alkatiri lýsti því hins vegar yfir í gær að hann færi að hluta til enn með völd í Austur-Tímor.

Erlent
Fréttamynd

Íranar ætla ekki að hætta auðgun úrans

Íranar tilkynntu í morgun að þeir myndu ekki hætta auðgun úrans, þrátt fyrir sáttaumleitan Bandaríkjamanna í gær. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að stjórnvöld í Washington væru tilbúin til viðræðna við Írana um stefnu þeirra í kjarnorkumálum. Það skilyrði er þó sett að Íranar hætti þegar auðgun úrans.

Erlent
Fréttamynd

Enn óeirðir í París

Nokkur hundruð lögreglumenn stóðu vaktina í úthverfum Parísar í nótt. Þrátt fyrir rólegri nótt en síðustu tvær kveiktu mótmælendur í allmörgum bifreiðum og öskutunnum og voru þrír handteknir.

Erlent
Fréttamynd

Sprenging í efnaverksmiðju á Englandi

Mikil sprenging varð í efnaverksmiðju á Englandi seint í gærkvöld. Greiðlega gekk þó að slökkva eldinn og segja sérfræðingar enga hættu steðja að en verksmiðjan er í um 400 kílómetra fjarlægð frá Lundúnum.

Erlent
Fréttamynd

Norður-Kóreumenn bjóða Bandaríkjamönnum til viðræðna

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa boðið helsta samningamanni Bandaríkjastjórnar í kjarnorkudeilu landanna til viðræðna í höfuðborginni, Pyongyang. Þar með hafa norðurkóresk stjórnvöld látið í ljós vilja til að hefja á ný viðræður sem ríkin tvö, auk Rússlands, Kína, Suður-Kóreu og Japans, taka þátt í.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjastjórn breyti aðferðum sínum

Stjórnvöld í Íran segja að Bandaríkjastjórn verði að breyta aðferðum sínum, ef hún vilji að samskipti milli ráðamanna í Teheran, höfuðborg Írans, og Washington breytist í framtíðinnni. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að stjórnvöld í Washington væru tilbúin til viðræðna við Írana um stefnu þeirra í kjarnorkumálum.

Erlent
Fréttamynd

Fæddist með þrjá handleggi

Læknar á barnaspítala í Shanghai í Kína standa um þessar mundir frammi fyrir óvenjulegum vanda. Ástæða heilabrotanna er hinn tveggja mánaða gamli Djí-djí en hann fæddist með þrjá handleggi.

Erlent
Fréttamynd

Fjölmiðlar vöktu athygli á fjöldamorðunum

Bandarísk stjórnvöld tóku ekki að rannsaka fjöldamorðin óhugnanlegu í Haditha í Írak að neinu ráði fyrr en fjölmiðlar vöktu athygli á þeim. Niðurstöður rannsóknarinnar verða gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Tilbúnir til viðræðna

Bandaríkjamenn segjast reiðubúnir til að hefja beinar viðræður við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra en útiloka ekki að beita hervaldi fari samningar út um þúfur.

Erlent
Fréttamynd

Bjartsýni á evrusvæðinu

Væntingarvísitala neytenda og fyrirtækja á evrusvæðinu mældist 106,7 stig í maí og hefur ekki verið hærri frá því í apríl fyrir fimm árum. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að vöxtur á evrusvæðinu hafi aukist á síðustu mánuðum og styðji væntingarnar enn frekar þá þróun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stýrivextir hækka í Noregi

Seðlabanki Noregs hækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa þeir nú í 2,75 prósentum. Í hálf fimm fréttum greiningardeildar KB banka segir að þetta sé í fjórða sinn á innan við ári sem bankinn hækkar stýrivextina.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Víetnamar semja við Bandaríkjastjórn

Fulltrúar stjórnvalda frá Víetnam og Bandaríkjunum skrifuðu undir samkomulag þess efnis í Ho Chi Minh í Víetnam í dag að gjöld á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum til Víetnam verði lækkuð. Þetta eykur líkurnar á því að Víetnamar fái aðild að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO).

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ætlar að stöðva átök hvað sem það kostar

Forsætisráðherra Íraks segist ætla að stöðva átökin í landinu, hvað sem það kostar. Átökin í Írak hafa aldrei verið verið meiri og hafa tugir fallið í árásum síðustu tvo sólarhringa.

Erlent
Fréttamynd

Milosevic ekki myrtur

Ekkert bendir til þess að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, hafi verið myrtur og óvíst er hvort hægt hefði verið að bjarga honum hefði hann fengið þá læknisaðstoð sem hann óskaði eftir. Þetta er niðurstaða dómstóls Sameinuðu þjóðanna sem rannsakað hefur dauða forsetans mars en þá var hann í haldi stríðsglæpadómstólsins í Haag í Hollandi.

Erlent
Fréttamynd

Gengu berskerksgang í París

Óeirðarlögreglan í París hafði í nógu að snúast í gærkvöld eftir að mótmælendur gengu berserksgang um nokkur úthverfi borgarinnar og kveiktu í byggingum og bílum, þar á meðal í lögreglubifreið.

Erlent